Írar eru um þessar mundir að glíma við eitt stærsta fyrsta­ heims ­vanda­­mál síðari tíma þar sem írska ríkið á of mikinn pening á meðan þeirra bíða um 14 milljarðar evra, eða ríf­lega 2110 milljarðar ís­­lenskra króna á gengi dagsins, sem ríkis­­stjórn Ír­lands vill ekki fá.

Um er að ræða fé sem situr í The Ireland App­­le Escrow Fund sem banda­ríska tækni­­­fyrir­­­tækið App­­le stofnaði í apríl 2018 vegna deilna við Evrópu­­sam­bandið um endur­­á­lagningu skatta á Ír­landi.

App­le lagði um 13 milljarða evra í sjóðinn en um 14 milljarðar eru þar í dag.  Sjóðurinn hagnaðist um 400 milljónir evra í fyrra en sam­­kvæmt Financial Times hefur sjóðurinn bók­fært töp á skulda­bréfa­markaði síðustu ár.

App­le samdi um 13 milljarða evru greiðslu en ekki liggur fyrir ná­kvæm upp­hæð eftir vexti.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði