Írar eru um þessar mundir að glíma við eitt stærsta fyrsta heims vandamál síðari tíma þar sem írska ríkið á of mikinn pening á meðan þeirra bíða um 14 milljarðar evra, eða ríflega 2110 milljarðar íslenskra króna á gengi dagsins, sem ríkisstjórn Írlands vill ekki fá.
Um er að ræða fé sem situr í The Ireland Apple Escrow Fund sem bandaríska tæknifyrirtækið Apple stofnaði í apríl 2018 vegna deilna við Evrópusambandið um endurálagningu skatta á Írlandi.
Apple lagði um 13 milljarða evra í sjóðinn en um 14 milljarðar eru þar í dag. Sjóðurinn hagnaðist um 400 milljónir evra í fyrra en samkvæmt Financial Times hefur sjóðurinn bókfært töp á skuldabréfamarkaði síðustu ár.
Apple samdi um 13 milljarða evru greiðslu en ekki liggur fyrir nákvæm upphæð eftir vexti.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði