Írar eru um þessar mundir að glíma við eitt stærsta fyrsta heims vanda­mál síðari tíma þar sem írska ríkið á of mikinn pening á meðan þeirra bíða um 14 milljarðar evra, eða ríf­lega 2.110 milljarðar ís­lenskra króna á gengi dagsins, sem ríkis­stjórn Ír­lands vill ekki fá.

Um er að ræða fé sem situr í The Ireland App­le Escrow Fund sem banda­ríska tækni­fyrir­tækið App­le stofnaði í apríl 2018 vegna deilna við Evrópu sam­bandið um endur­á­lagningu skatta á Ír­landi.

App­le lagði um 13 milljarða evra í sjóðinn en um 14 milljarðar eru þar í dag. Sjóðurinn hagnaðist um 400 milljónir evra í fyrra en sam­kvæmt Financial Times hefur sjóðurinn bók­fært töp á skulda­bréfa­markaði síðustu ár. App­le samdi um 13 milljarða evru greiðslu en ekki liggur fyrir ná­kvæm upp­hæð eftir vexti.

Írska ríkið eyddi um 10 milljónum evra í lög­manns­kostnað til að reyna að sann­færa Evrópu­dóm­stólinn um að leyfa App­le að eiga féð.

Írar eru um þessar mundir að glíma við eitt stærsta fyrsta heims vanda­mál síðari tíma þar sem írska ríkið á of mikinn pening á meðan þeirra bíða um 14 milljarðar evra, eða ríf­lega 2.110 milljarðar ís­lenskra króna á gengi dagsins, sem ríkis­stjórn Ír­lands vill ekki fá.

Um er að ræða fé sem situr í The Ireland App­le Escrow Fund sem banda­ríska tækni­fyrir­tækið App­le stofnaði í apríl 2018 vegna deilna við Evrópu sam­bandið um endur­á­lagningu skatta á Ír­landi.

App­le lagði um 13 milljarða evra í sjóðinn en um 14 milljarðar eru þar í dag. Sjóðurinn hagnaðist um 400 milljónir evra í fyrra en sam­kvæmt Financial Times hefur sjóðurinn bók­fært töp á skulda­bréfa­markaði síðustu ár. App­le samdi um 13 milljarða evru greiðslu en ekki liggur fyrir ná­kvæm upp­hæð eftir vexti.

Írska ríkið eyddi um 10 milljónum evra í lög­manns­kostnað til að reyna að sann­færa Evrópu­dóm­stólinn um að leyfa App­le að eiga féð.

Á blaða­manna­fundi eftir niður­stöðu Evrópu­dóm­stólsins gerði Jack Cham­bers, fjár­mála­ráð­herra Ír­lands, lítið úr því hvort sú stefna væri slæm fyrir í­mynd Ír­lands.
Hann sagði Íra stolta af lág­skatta­stefnu sinni enda hefði er­lend fjár­festing gert Ír­land að vel­megunar­landi.

Mörgum þykir þetta skrýtin hegðun en lág­skatta­stefna Ír­lands, þegar kemur að fjár­magni og fyrir­tækjum, hefur komið þeim í þá stöðu að féð sé í raun ó­þarft og gæti jafn­vel verið skað­valdur í sjóð­heitu hag­kerfi.

„Ríkið á svo mikið fé að það er í raun í af­neitun um þennan sjóð,“ segir írski hag­fræðingurinn David McWilli­ams í sam­tali við Financial Times.

Af­gangur af rekstri ríkis­sjóðs Ír­lands í ár er um 9 milljarðar evra sem sam­svarar 1.356 milljörðum ís­lenskra króna á gengi dagsins.

Þó að hag­kerfi Ír­lands sé ögn stærra í sniðum en það ís­lenska er þó rétt að taka fram að hér­lendis var yfir 80 milljarða halli á ríkis­sjóði í fyrra.

Þá gerir fjár­laga­frum­varp Sigurðar Inga Jóhanns­sonar ráð fyrir halla af rekstri ríkis­sjóðs Ís­lands til ársins 2028.

Sam­kvæmt frum­varpinu þarf að taka ný lang­tíma­lán fyrir um 165 milljarða á næsta ári.

Markaðs­aðilar segja það van­mat og að raun­út­gáfu­þörfin fari lík­legast yfir 200 milljarða.

Á næstu tveimur árum eru um 460 milljarða króna af­borganir á gjald­daga en lík­legt er að gjald­dagar skulda­bréfa og víxla verði endur­fjár­magnaðir.

Vaxta­gjöld eru orðin einn stærsti út­gjalda­liður hins opin­bera. Í nýrri fjár­mála­á­ætlun til ársins 2029 er gert ráð fyrir að vaxta­gjöld nemi um 650 milljörðum króna yfir tíma­bil á­ætlunarinnar. Það þýðir að um 350 milljónir fara í vaxta­greiðslur á hverjum degi næstu fimm árin.

Það er því rétt að spyrja, hvernig enduðu Írar með milljarða í fanginu á meðan Ís­land á ekki fyrir út­gjöldum ár eftir ár.

Þessi frétt er hluti af lengri um­fjöllun Við­skipta­blaðsins um skatta­hækkanir á fyrir­tæki eftir efna­hags­hrunið 2008. Áskrifendur geta lesið fréttaskýringuna hér.