Stóru fjár­festinga- og við­skipta­bankarnir í Banda­ríkjunum hafa verið að birta árs­hluta­upp­gjör síðustu daga en sam­kvæmt The Wall Street Journal gefa upp­gjörin glögga sýn á stöðu neyt­enda í Banda­ríkjunum.

Sam­kvæmt upp­gjörum JP­Morgan Chase, Bank of America og Wells Far­go er neysla og lán­taka enn á fremur heil­brigðum stað í Banda­ríkjunum en öflugur vinnu­markaður spilar þar stórt hlut­verk.

Launa­hækkanir og kaup­máttar­aukning hefur verið umfram verð­bólgu vestan­hafs en lesa má úr upp­gjörum bankanna að þeir séu fremur sann­færðir um að þróunin muni halda á­fram á næstu misserum.

Stóru fjár­festinga- og við­skipta­bankarnir í Banda­ríkjunum hafa verið að birta árs­hluta­upp­gjör síðustu daga en sam­kvæmt The Wall Street Journal gefa upp­gjörin glögga sýn á stöðu neyt­enda í Banda­ríkjunum.

Sam­kvæmt upp­gjörum JP­Morgan Chase, Bank of America og Wells Far­go er neysla og lán­taka enn á fremur heil­brigðum stað í Banda­ríkjunum en öflugur vinnu­markaður spilar þar stórt hlut­verk.

Launa­hækkanir og kaup­máttar­aukning hefur verið umfram verð­bólgu vestan­hafs en lesa má úr upp­gjörum bankanna að þeir séu fremur sann­færðir um að þróunin muni halda á­fram á næstu misserum.

Hins vegar eru um­merki um að hægjast sé á vexti og ein­staklingar með lé­legt láns­hæfis­mat séu að finna veru­lega fyrir verð­hækkunum, sér í lagi á mat­vöru, en á­fram­haldandi hjöðnun verð­bólgu mun vonandi koma þeim til góða á næstunni.

Mark Mason fjár­mála­stjóri Citi­bank segir í upp­gjöri bankans að heilt yfir sé staðan á neyt­endum góð og neysla sé að aukast með hóf­legum hraða.

Hann bætti þó við að há­tekju­fólk væri enn megin­drif­krafturinn í neyslu á meðan milli­tekju­fólk væri enn að velja og hafna hlutum sem það eyðir í. Lág­tekju­fólk væri síðan að finna fyrir háum vöxtum og verð­bólgu.

Brian Moyni­han, for­stjóri Bank of America, tekur í sama streng í upp­gjöri bankans en debet- og kredit­korta­greiðslur hafa aukist ár frá ári.

„Neyt­endur eru mun með­vitaðri um hærri lifnaðar­kostnað og vexti en áður,“ segir Moyni­han í upp­gjörinu.

Um­merki eru þó um að fjöl­skyldur séu að finna fyrir meiri þrýstingi en hægst hefur á af­borgunum kredit­korta og þá hefur lán­taka aukist.

Sam­kvæmt JP­Morgan Chase eru fleiri að dreifa kredit­korta­greiðslum yfir marga mánuði á þriðja árs­fjórðungi en áður. Kredit­korta­lán hafa verið að aukast hjá Wells Far­go og Bank of America.

Banda­rískir neyt­endur eru síðan enn að leita í peninga­markaðs­sjóði með sparnaðinn sinn en sú þróun hefur verið að eiga sér stað í rúmt ár.

Hærri inn­láns­vextir hafa verið að sliga hagnað bankanna en bæði JP Morgan Chase og Wells Far­go segja að ýmis merki séu á lofti um að neyt­endur séu byrjaðir að leita eftir öðrum sparnaðar­leiðum.