Sam­kvæmt lög­fræði­á­liti LEX lög­manns­stofu sem Sam­tök fyrir­tækja í sjávar­út­vegi (SFS) lét vinna, í kjöl­farið af á­kvörðun Svan­dísar Svavars­dóttur mat­væla­ráð­herra að banna veiðar á lang­reyðum tíma­bundið, fór á­kvörðun ráð­herra í bága við lög og ekki reist á nægjan­lega traustum laga­grund­velli.

SFS leitaði eftir á­liti frá LEX degi eftir á­kvörðun Svan­dísar var kynnt, 20. júní.

„Afar hæpið verður að teljast að á­kvæði 4. gr. laga nr. 26/1949 um hval­veiðar færi ráð­herra heimild til að setja reglu­gerð sem stöðvar í reynd veiðar á lang­reyðum fyrir­vara­laust eða kemur bein­línis í veg fyrir að veiði­rétt­hafar geti nýtt réttindi sín. Á­kvörðun ráð­herra var því ekki reist á við­hlítandi laga­heimild sem stenst kröfur 75. gr. stjórnar­skrárinnar, sbr. og 72. gr. Stjórnar­skrár,“ segir í niður­stöðu kafla á­litsins.

Í á­litinu segir einnig að fyrir­mæli ráð­herra, í formi reglu­gerðar, um tíma­bundið hval­veiði­bann, sem úti­lokar nær al­farið starf­semi leyfis­hafa á árinu 2023, án fyrir­vara eða að­lögunar­tíma, stenst vart þær kröfur sem leiða af megin­reglunni um stjórn­skipu­legt meðal­hóf.

Sam­kvæmt lög­fræði­á­liti LEX lög­manns­stofu sem Sam­tök fyrir­tækja í sjávar­út­vegi (SFS) lét vinna, í kjöl­farið af á­kvörðun Svan­dísar Svavars­dóttur mat­væla­ráð­herra að banna veiðar á lang­reyðum tíma­bundið, fór á­kvörðun ráð­herra í bága við lög og ekki reist á nægjan­lega traustum laga­grund­velli.

SFS leitaði eftir á­liti frá LEX degi eftir á­kvörðun Svan­dísar var kynnt, 20. júní.

„Afar hæpið verður að teljast að á­kvæði 4. gr. laga nr. 26/1949 um hval­veiðar færi ráð­herra heimild til að setja reglu­gerð sem stöðvar í reynd veiðar á lang­reyðum fyrir­vara­laust eða kemur bein­línis í veg fyrir að veiði­rétt­hafar geti nýtt réttindi sín. Á­kvörðun ráð­herra var því ekki reist á við­hlítandi laga­heimild sem stenst kröfur 75. gr. stjórnar­skrárinnar, sbr. og 72. gr. Stjórnar­skrár,“ segir í niður­stöðu kafla á­litsins.

Í á­litinu segir einnig að fyrir­mæli ráð­herra, í formi reglu­gerðar, um tíma­bundið hval­veiði­bann, sem úti­lokar nær al­farið starf­semi leyfis­hafa á árinu 2023, án fyrir­vara eða að­lögunar­tíma, stenst vart þær kröfur sem leiða af megin­reglunni um stjórn­skipu­legt meðal­hóf.

Íslenska ríkið mögulega skaðabótaskylt

Í á­litinu er ekki fjallað um hverjar kunni að vera laga­legar af­leiðingar þess að stjórn­sýsla ráð­herrans var ekki í sam­ræmi við lög.

LEX segir þó að ætla megi að þeir aðilar sem orðið hafa fyrir tjóni vegna á­kvörðunarinnar, svo sem leyfis­hafinn, Hvalur hf., og starfs­fólk hans, kunni að eiga skaða­bóta­rétt á hendur ís­lenska ríkinu vegna þessa.

Fagráð braut andmælarétt

„Sú að­ferð ráð­herra að setja reglu­gerð um bannið í stað þess að fylgja máls­með­ferð stjórn­sýslu­laga nr. 37/1993 er tæp­lega í sam­ræmi við svo­nefnda stjórnar­fars­reglu en hún felur í sér að stjórn­valdi er bannað að mis­beita valdi við val á leiðum til úr­lausnar á máli,“ segir enn fremur í á­litinu.

Þá telur LEX að fagráðið hafi brotið á and­mæla­rétti stjórn­sýslu­réttar með því að óska ekki eftir sjónar­miðum Hvals hf., m.a. um álit þeirra sér­fræðinga sem kallaðir voru fyrir fagráð skv. 5. gr. laga nr. 55/2013 um vel­ferð dýra, gætti ráðið ekki að and­mæla­rétti þeim, sem mælt er fyrir um í 13. gr. stjórn­sýslu­laga, né rann­sóknar­reglu 10. gr. laganna.

„Er þetta ann­marki á máls­með­ferð fagráðs en fyrir liggur að ráð­herra reisti reglu­gerðar­setningu sína um tíma­bundið bann við veiðum á lang­reyði á niður­stöðu fagráðs. Af framan­greindu leiðir sjálf­stætt að reglu­gerðin var ekki reist á nægi­lega traustum grund­velli.“

„Það að koll­varpa stjórn­sýslu­fram­kvæmd í einu vet­fangi, svo sem ráð­herra gerði með banninu, með afar skömmum fyrir­vara og án til­kynningar fyrir­fram þar sem aðilanum, sem á­kvörðunin beindist að, var gefið færi á að bregðast við og gæta hags­muna sinna, fer í bága við við­mið sem lögð hafa verið til grund­vallar í stjórn­sýslu­rétti í réttar­fram­kvæmd,” segir að lokum í á­litinu.