Orku­stofnun veitti í dag Lands­virkjun virkjunar­leyfi fyrir Hvamms­virkjun í Þjórs­á.

Sam­kvæmt frétta­til­kynningu frá Lands­virkjun verður í kjöl­farið sótt um fram­kvæmda­leyfi til bæði Rang­ár­þings ytra og Skeiða- og Gnúp­verja­hrepps, en mann­virki tengd virkjuninni verða í báðum sveitar­fé­lögunum.

Stefnt er að því að Hvamms­virkjun taki til starfa fyrir árs­lok 2028.

Orku­stofnun gaf jafn­framt út leyfi til stækkunar Sig­öldu­virkjunar úr 150 MW í 215 MW með því að bæta fjórðu vélinni við og sækir Lands­virkjun um fram­kvæmda­leyfi til Ása­hrepps og Rang­ár­þings ytra.

Orku­stofnun veitti í dag Lands­virkjun virkjunar­leyfi fyrir Hvamms­virkjun í Þjórs­á.

Sam­kvæmt frétta­til­kynningu frá Lands­virkjun verður í kjöl­farið sótt um fram­kvæmda­leyfi til bæði Rang­ár­þings ytra og Skeiða- og Gnúp­verja­hrepps, en mann­virki tengd virkjuninni verða í báðum sveitar­fé­lögunum.

Stefnt er að því að Hvamms­virkjun taki til starfa fyrir árs­lok 2028.

Orku­stofnun gaf jafn­framt út leyfi til stækkunar Sig­öldu­virkjunar úr 150 MW í 215 MW með því að bæta fjórðu vélinni við og sækir Lands­virkjun um fram­kvæmda­leyfi til Ása­hrepps og Rang­ár­þings ytra.

„Stækkun Sig­öldu­virkjunar eykur afl og sveigjan­leika í raf­orku­kerfinu. Með aflaukningunni eykst orku­vinnslu­geta stöðvarinnar að­eins lítil­lega, nema til komi meira rennsli með aukinni bráðnun jökla eða aukinni úr­komu. Á­ætlað er að stækkun verði lokið í lok árs 2027,“ segir í frétta­til­kynningu Lands­virkjunar.

Hvamms­virkjun verður 740 GWst, 95 MW að stærð, sem þýðir að hún getur unnið svipaða orku og jarð­varma­virkjunin Þeista­reykir á Norður­landi gerir nú.

Orku­stofnun gaf áður út virkjunar­leyfi vegna Hvamms­virkjunar í desember 2022. Það var kært til úr­skurðar­nefndar um­hverfis- og auð­linda­mála.

Öllum á­lita­málum nema einu var vísað frá, en nefndin féllst hins vegar á að ekki hefði verið tryggt að út­gáfa virkjunar­leyfisins væri í sam­ræmi við vatna­á­ætlun, sem gefin hafði verið út í fyrsta skipti í apríl 2022.

Niður­staða úr­skurðar­nefndarinnar var því sú að fella virkjunar­leyfið úr gildi. Um­hverfis­stofnun hefur síðan veitt heimild til breytinga á vatns­hloti.

„Vegna þeirra tafa sem orðið hafa í leyfis­veitinga­ferlinu þurfa fram­kvæmdir að hefjast sem allra fyrst, eigi það tak­mark að nást að stöðin skili orku í árs­lok 2028. Vega­gerðin er langt komin með endur­bætur á Hvamms­vegi og undir­býr lagningu nýs Búða­foss­vegar og brúar yfir Þjórs­á,“ segir í til­kynningu.

ands­virkjun mun hefjast handa við gerð að­komu­vegar í fram­haldi af Hvamms­vegi og gröft frá­rennslis­skurðar, þaðan sem efni fæst í Búða­foss­veg, fljót­lega eftir að fram­kvæmda­leyfi sveitar­fé­laganna liggja fyrir.

Einnig verður lagður grunnur að vinnu­búðum og lagt veitu­kerfi fyrir þær og fram­kvæmda­svæðið allt.