Olíurisinn Shell gerir ráð fyrir að bókfæra tæplega 2 milljarða dala í hvalrekaskatta í Evrópu og Bretlandi, eða sem nemur um 290 milljörðum króna, vegna síðasta ársfjórðungs 2022. Financial Times greinir frá.

Félagið hafði þegar upplýst um 360 milljónir dala áhrif af þessum skatti vegna þriðja fjórðungs 2022 og því nemur heildarfjárhæð hvalrekaskatta olíufélagsins vegna síðasta árs um 2,4 milljörðum dala, eða nærri 345 milljörðum króna.

Í afkomuviðvörun sem Shell sendi frá sér í gær kemur hins vegar fram að skattgreiðslan verði þó lægri vegna yfirfæranlegs taps og skattaafslátta vegna fjárfestinga félagsins.

Löggjafar í Bretlandi og Evrópusambandinu gerðu breytingar á skattalögum í september síðastliðnum til að taka til sín stærri hluta af auknum hagnaði olíu- og gasfyrirtækja í kjölfar hækkunar á hrávöruverðum í fyrra.

Olíurisinn Shell gerir ráð fyrir að bókfæra tæplega 2 milljarða dala í hvalrekaskatta í Evrópu og Bretlandi, eða sem nemur um 290 milljörðum króna, vegna síðasta ársfjórðungs 2022. Financial Times greinir frá.

Félagið hafði þegar upplýst um 360 milljónir dala áhrif af þessum skatti vegna þriðja fjórðungs 2022 og því nemur heildarfjárhæð hvalrekaskatta olíufélagsins vegna síðasta árs um 2,4 milljörðum dala, eða nærri 345 milljörðum króna.

Í afkomuviðvörun sem Shell sendi frá sér í gær kemur hins vegar fram að skattgreiðslan verði þó lægri vegna yfirfæranlegs taps og skattaafslátta vegna fjárfestinga félagsins.

Löggjafar í Bretlandi og Evrópusambandinu gerðu breytingar á skattalögum í september síðastliðnum til að taka til sín stærri hluta af auknum hagnaði olíu- og gasfyrirtækja í kjölfar hækkunar á hrávöruverðum í fyrra.