Samtök iðnaðarins spurðu þá átta flokka sem eiga fulltrúa á Alþingi og tóku þátt í kosningafundi SI sem fram fór í Hörpu í vikunni spurninga sem snúa að þeim málefnum sem mest áhrif hafa á samkeppnishæfni.

Flokkarnir sem svöruðu eru Flokkur fólksins, Framsókn, Miðflokkurinn, Samfylking, Sjálfstæðisflokkur, Píratar, Vinstri græn og Viðreisn. Svarmöguleikar voru þrír; já, nei og vil ekki svara.

Allir flokkar voru sammála um eftirfarandi aðgerðir á næsta kjörtímabili:

  • Móta iðnaðarstefnu fyrir Ísland
  • Samþykkja og fullfjármagna samgönguáætlun og fylgja henni eftir
  • Grípa til aðgerða svo jafnvægi framboðs og eftirspurnar náist á húsnæðismarkaði
  • Flýta fyrir húsnæðisuppbyggingu á landi í eigu ríkisins
  • Styðja áframhaldandi uppbyggingu húsnæðis við iðn- og verknámsskóla landsins
  • Auka fjármagn til iðn- og verknámsskóla til að mennta fleiri iðn- og tækninema
  • Styðja hvata til háskóla til að mennta og útskrifa fleiri nemendur í STEAM greinum
  • Beita sér fyrir innleiðingu gagnvirkra menntatæknilausna í grunnskólum til að bæta gæði kennslu og undirbúa nemendur fyrir stafræna framtíð
  • Skapa skilyrði fyrir lækkun vaxta og verðbólgu
  • Endurskoða lög um verndar- og orkunýtingaráætlun (rammaáætlun)
  • Flýta ferli leyfisveitinga, þ.m.t. sameina ferla, og tryggja samræmi í vinnubrögðum stofnana og stjórnsýslu

Næstum allir flokkar voru sammála um eftirfarandi atriði:

Hér að neðan má sjá svör flokkana í stórum málaflokkum:

Skattar:

Húsnæðismál:

Hugverkaiðnaður og nýsköpun:

Innviðir:

Orkumál:

Regluverk og opinber umsvif: