Stjórn Eikar fast­eigna­fé­lags hf., sem lagði til við hlut­hafa að hafna val­frjálsu yfir­töku­til­boði Regins sl. föstu­dag, hefur upp­fært greinar­gerð sína vegna hækkaðs til­boðs Regins.

Stjórnin hefur á­kveðið að taka ekki af­stöðu til til­boðsins að svo stöddu en mun upp­færa af­stöðu sína þegar vika er í gildis­tími yfir­töku­til­boðsins rennur út.

Stjórn Eikar fast­eigna­fé­lags hf., sem lagði til við hlut­hafa að hafna val­frjálsu yfir­töku­til­boði Regins sl. föstu­dag, hefur upp­fært greinar­gerð sína vegna hækkaðs til­boðs Regins.

Stjórnin hefur á­kveðið að taka ekki af­stöðu til til­boðsins að svo stöddu en mun upp­færa af­stöðu sína þegar vika er í gildis­tími yfir­töku­til­boðsins rennur út.

Reginn hækkaði til­boðs­verðið úr 0,452 hlutum í 0,489 hluti rétt fyrir fundinn sem sam­svarar 48% út­gefins hluta­fjár í Reginn.

Taki allir hlut­hafar Eikar hinu breytta til­boði munu þeir fá í endur­gjald að há­marki 1.670.351.049 hluti eða 48,0% út­gefins hluta­fjár í Reginn í kjöl­far við­skipta miðað við út­gefið hluta­fé Regins 13. septem­ber.

„Stjórn Eikar fast­eigna­fé­lags tekur að svo stöddu ekki af­stöðu til þess hvort hún geti mælt með því við hlut­hafa sína að taka breyttu til­boði, en á­lítur hækkun til­boðs­verðsins já­kvæða þróun. Stjórn Eikar hyggst birta upp­færða af­stöðu til hins breytta til­boðs Regins, a. m. k. einni viku áður en gildis­tími þess rennur út, enda kunnu þær for­sendur sem liggja til grund­vallar hinu breytta til­boði Regins og af­staða stjórnar, að halda á­fram að þróast þar til gildis­tími rennur út,“ segir í upp­færðri greinar­gerð.

Segir stjórnin einnig að „hver og einn hluthafi verður að meta með sjálfstæðum hætti hvort honum hugnist að samþykkja yfirtökutilboð Regins

Í greinar­gerð stjórnar Eikar fyrir hluta­hafa­fundinn segir að Arcti­ca Finance hafi veitt stjórninni ráð­gjöf í ferlinu en að þeirra mati væri sann­gjarnt hlut­fall hlut­hafa Eikar 50,6% á móti 49,4% hlut­falli hlut­hafa Regins. Miðast matið við 6,2% fjár­magns­kostnað hjá báðum fé­lögum.

Í greinar­gerðinni segir einnig að allir stjórnar­menn Eikar sem einnig eigi hlut í fé­laginu hyggist hafna til­boði Regins.

Á hluta­hafa­fundinum í síðustu viku sam­þykktu hlut­hafar heimild stjórnar til að undir­rita sam­runa­samning við Reiti fast­eigna­fé­lag hf. með 83,88% at­kvæða sem farið var með á fundinum.