Nú er sá tími ársins þar sem nemendur eru annaðhvort nýbyrjaðir í skólanum eftir sumarfrí eða á lokametrunum í undirbúningnum.

Þegar haustönn hefst er mikilvægt að fara að huga að því hvort þú sért ekki örugglega með réttu græjurnar svo hægt sé að sinna náminu vel, og í leiðinni hafa gaman að.

En af hverju? Og hvað skiptir máli?

Brynjar Örn Sigurðsson, vörustjóri neytendalínu Lenovo hjá Origo, hefur tekið saman nokkur góð ráð um hvað sé gott að huga að þegar kemur að kaupum á fartölvu fyrir skólann.

„Ég myndi segja að það mikilvægasta fyrir námsmenn sé að tölvan sé hraðvirk, áreiðanleg og með góða rafhlöðuendingu. Jafnframt er mikilvægt að hugsa valið út frá því hvernig fartölvan sem þú hefur áhuga á nýtist í námið sem þú ert að fara að stunda.”

Það er ekki bara útlitið sem skiptir máli þegar þú velur nýja fartölvu, heldur einnig að horfa sérstaklega á stærð vinnsluminnis og örgjörvann.

„Það er góð þumalputtaregla að velja fartölvu sem er með að lágmarki 16 GB vinnsluminni. Stærra vinnsluminni og góður örgjörvi bætir upplifun notenda á margan hátt og gerir þér meðal annars kleift að vinna verkefnin hratt og örugglega þar sem þú getur verið með mörg forrit opin á sama tíma án þess að það hafi áhrif á frammistöðu fartölvunnar.”

Þetta á við meirihlutann af þeim nemendum sem eru að fara vinna með Office pakkann, svo sem Word, PowerPoint og Excel.

Brynjar segir jafnframt:

Ef það á að vinna með þung gögn eins og í myndvinnslu og tölvuleikjagerð þá getur verið vert að velja fartölvu sem er með góðan skjá til að fá betri litadýpt og öflugt skjákort sem gefur þér aukin afköst. Þetta á líka við ef þú ert að leita að fartölvu sem getur bæði sinnt námi og spilun tölvuleikja, þá koma Legion tölvurnar sterkar inn.

En skiptir þyngdin máli?

Það eru margir sem leitast eftir því að vera með létta og sterkbyggða fartölvu sem getur leyst öll verkefni og auðvelt er að ferðast með.

„Fyrir þau sem kjósa að vera með létta fartölvu mælum við með að velja þær sem eru með minni skjá og efni úr áli. Þær kosta kannski aðeins meira, en eru mjög þunnar, léttar og sterkbyggðar “ segir Brynjar.

Það er alltaf góð regla að skoða vel hvað er í boði og sjá hvað hentar þér og þínu námi. Góð fartölva getur gert gæfumuninn og hjálpað þér að ná enn betri árangri í vetur.

Við höfum tekið saman lista yfir fimm endingargóðar fartölvur úr haustlínunni 2024 frá Lenovo sem eru frábærar fyrir skólann.

Topp fimm skólatölvurnar að okkar mati:

Lenovo IdeaPad Flex 5

Afhverju ætti ég að fá mér Flex 5 ?

Flex 5 er vinsælasta skólafartölvan okkar enda er hún afar fjölhæf fartölva sem hægt er að breyta í spjaldtölvu á augabragði, ekkert mál að tækla skólaverkefnin með þessari fartölvu.

  • Kemur í 14“ stærð með 2.2K upplausn
  • Öflugur AMD örgjörvi
  • 16GB vinnsluminni
  • Frábær rafhlöðuending
  • Hægt að breyta í spjaldtölvu með 360° snertiskjá
Lenovo IdeaPad Flex 5

Lenovo Yoga 7

Afhverju ætti ég að fá mér Yoga 7 ?

Yoga 7 er hönnuð með þægindi í huga. Fjölhæf fartölva sem hægt er að breyta í spjaldtölvu á augabragði. Hentug fartölva fyrir fjölhæf verkefni.

  • Kemur í 14“ stærð með WUXGA OLED skjá
  • Öflugir AMD eða Intel örgjörvar
  • 16GB vinnsluminni
  • Fislétt umgjörð úr áli og góð rafhlöðuending
  • Hægt að breyta í spjaldtölvu með 360° snertiskjá
Lenovo Yoga 7

Lenovo Yoga Slim 7

Afhverju ætti ég að fá mér Yoga Slim 7 ?

Yoga Slim 7 er frábær kostur fyrir þá sem vilja stílhreina hönnun, þunna og létta umgjörð án þess að fórna afköstum. Frábær skólafélagi sem auðvelt er að ferðast með.

  • 14“ WUXGA OLED eða 3K OLED skjár
  • Öflugir Intel og Snapdragon örgjörvar
  • 16-32GB vinnsluminni
  • Stílhrein hönnun og afar þunn.
  • Kemur einnig með nýjum Snapdragon örgjörva fyrir hámarks afköst.
Lenovo Yoga Slim 7

Lenovo LoQ

Afhverju ætti ég að fá mér LoQ ?

Lenovo LoQ eru kraftmiklar leikjafartölvur á afar hagstæðu verði. Kemur í mörgum útfærslum og er frábær kostur fyrir þá sem þurfa aukinn kraft í flóknari verkefni.

  • 15.6“ FHD skjár
  • Öflugir AMD örgjörvar
  • RTX 4050/4060 leikjaskjákort
  • 24GB vinnsluminni
Lenovo LoQ

Lenovo Legion Pro 5

Afhverju ætti ég að fá mér Legion Pro 5 ?

Lenovo Legion Pro 5 er öflugar fartölvur fyrir þá sem þurfa að takast á við krefjandi verkefni og leikjaspilun án vandræða.

  • Stór 16“ WQXGA skjár
  • Öflugir Intel örgjörvar
  • RTX 4060/4070 leikjaskjákort
  • 32GB vinnsluminni
Lenovo Legion Pro 5