Þessi frétt er hluti af lengri umfjöllun Viðskiptablaðsins um fyrirtækjaskatta á Íslandi eftir hrun. Áskrifendur geta lesið umfjöllunina í heild sinni hér.

Það þótti mörgum sérstök hegðun hjá Írum að eyða 10 milljónum evra í lögmannskostnað til að koma í veg fyrir að Apple myndi þurfa borga þeim 13 milljarða evra.

Á blaðamannafundi eftir að Evrópudómstóllinn dæmdi Írum í hag gerði Jack Chambers fjármálaráðherra Írlands lítið úr því hvort sú stefna hafi verið slæm fyrir ímynd Írlands. Hann sagði Íra stolta af lágskattastefnu sinni enda hefði erlend fjárfesting gert Írland að velmegunarlandi.

Afgangur af rekstri ríkissjóðs Írlands í ár er um 9 milljarðar evra sem samsvarar 1.356 milljörðum íslenskra króna á gengi dagsins.

Þessi frétt er hluti af lengri umfjöllun Viðskiptablaðsins um fyrirtækjaskatta á Íslandi eftir hrun. Áskrifendur geta lesið umfjöllunina í heild sinni hér.

Það þótti mörgum sérstök hegðun hjá Írum að eyða 10 milljónum evra í lögmannskostnað til að koma í veg fyrir að Apple myndi þurfa borga þeim 13 milljarða evra.

Á blaðamannafundi eftir að Evrópudómstóllinn dæmdi Írum í hag gerði Jack Chambers fjármálaráðherra Írlands lítið úr því hvort sú stefna hafi verið slæm fyrir ímynd Írlands. Hann sagði Íra stolta af lágskattastefnu sinni enda hefði erlend fjárfesting gert Írland að velmegunarlandi.

Afgangur af rekstri ríkissjóðs Írlands í ár er um 9 milljarðar evra sem samsvarar 1.356 milljörðum íslenskra króna á gengi dagsins.

Sögu­lega eru hag­kerfi Ís­lands og Ír­lands afar svipuð en ára­tugum saman bjuggu Írar og Í­sendingar við meiri höft og hömlur í efna­hags­lífi sínu en flestar Vestur-Evrópu­þjóðir. Löndin tvö voru heldur ekki í ó­svipaðri stöðu eftir efna­hags hrunið 2008 er lands­fram­leiðsla beggja skrapp saman um 10% eftir hrun áður en hún fór að vaxa að nýju.

Saman­burður á Ís­landi og Ír­landi þótti mikið sport skömmu eftir hrun en Þor­valdur Gylfa­son og aðrir tals­menn evrunnar voru dug­legir þar, sér í lagi vegna þess að lands­fram­leiðsla Ír­lands tók kipp á undan Ís­landi.

Árið 2015 drap nóbels­verð­launa­hafinn og hag­fræðingurinn Paul Krug­man þá um­ræðu er hann sagði Þor­vald vera með rör­sýn á lands­fram­leiðslu og benti á að sjálf­stæður gjald­miðill hefði verið einn af bjarg­vættum Ís­lands í hruninu.

„Ég skil þrána til að af­saka evruna en gögnin benda til þess að það séu mikil­vægir kostir fólgnir í því að vera með sjálf­stæðan gjald­miðil,“ skrifaði Krug­man í The New York Times.

Á árunum eftir hrun var at­vinnu­leysi á Ír­landi lengst af í kringum 14% til 15% en stóð í
7% til 8% á Ís­landi, þar sem Ís­land gat tekið út niður­sveifluna í gengis­sveiflum.

Upp­gangur landanna tveggja eftir hrun var þó afar mis­munandi sér í lagi vegna þeirra stefnu sem Ís­land tók og ekki hefur verið undið ofan af.

Skattsjúk stjörnvöld

Írar á­kváðu að halda fyrir­tækja­sköttum sínum ó­breyttum í 12,5% eftir hrun til að laða að sér er­lent fjár­magn á meðan vinstri­stjórnir síðustu ára á Ís­landi tvö­földuðu skatta á fyrir tæki og fjár­magn.

Árið 2009 sam­þykkti Al­þingi að hækka fjár­magns­tekju­skatt og tekju­skatt lög­aðila úr 10% í 18%. Það skal engan undra að þetta voru ekki tíma­bundnar að­gerðir eftir hrun. Enn er verið að hækka þessa skatta og er fjár­magns­tekju­skattur nú 22% og tekju­skattur lög­aðila hf./ehf. er 21%.

Í sama frum­varpi tók tekju­skattur sam­eignar- og sam­fagsfé­laga einnig veru­legt stökk og fór úr 23,5% í 32,7%. Þessi skattur hefur einnig haldið á­fram að hækka og fór úr 37,6% í 38,4% um síðustu ára­mót.

Tekju­skattur ein­stak­linga fór aftur í þrepa­kerfi og var hæsta skatt­þrep al­menns tekju­skatts hækkað veru­lega, úr 35,72% í 46,12%.

Sam­kvæmt Tíund, tíma­riti Skattsins, var skattur á tekju­hæsta prósentið hér­lendis hækkaður um 138,3% á tíma­bilinu 2007 til 2010. Það var einnig lagður á auð­legðar­skattur, til að gull­tryggja það að fólk með fé myndi forðast að búa hér.

Með ósamkeppnishæfustu skattkerfum heims

Fyrir­tækja­skattur á Ís­landi er rétt undir OECD-meðal­talinu sem er um 23% en miðað við út­gjalda­aukningu ríkisins sam­hliða skatta­hækkunar­stefnu verður Ís­land ekki lengi að fara yfir það meðal­tal.

Þá draga reglur um yfir­færan­leg töp fyrir­tækja einnig veru­lega úr sam­keppnis­hæfni Ís­lands en sam­kvæmt tekju­skatt­lögum geta fyrir­tæki nýtt eftir­stöðvar rekstrar­taps síðustu tíu ára til frá­dáttar.

Engin tíma­mörk eru á upp­safnaðri skatt­inn­eign hjá um 20 OECD ríkjum.

Niður­stöður hug­veitunnar Tax Founda­tion, sem stendur fyrir ár­legri birtingu vísi­tölu um sam­keppnis­hæfni skatt­kerfa innan OECD, sýna að ís­lenska skatt­kerfið er meðal þeirra ó­sam­keppnis­hæfustu.

Sam­kvæmt niður­stöðum út­gáfunnar í fyrra féll Ís­land um eitt sæti á milli ára, annað árið í röð, og er nú í 32. sæti.

Ís­land er einnig yfir meðal­tali OECD-ríkja hvað varðar af­skriftir fasta­fjár­muna sem koma til þegar fyrir­tæki fjár­festa í fast­eignum eða fram­leiðslu­tækjum.

Sam­keppnis­hæfni Ís­lands myndi bætast til muna og auka fjár­festinga­getu fyrir­tækja ef þau gætu fært þungann af af­skriftum framar á líf­tíma fjár­festinga.

Írar hlæja alla leið í bankann

Írar fóru í aðra átt eftir hrun en í raun má rekja fyrir­tækja­skatta­stefnu þeirra alla leið til sjöunda ára­tugar síðustu aldar. Til að mynda opnaði App­le evrópskar höfuð­stöðvar sínar í Cork árið 1980.

„Efna­hagur Ír­lands er byggður þannig upp að það verði á­vallt af­gangur af rekstri ríkis­sjóðs,“ segir hag­fræðingurinn David McWilli­ams við FT.

„Stefnan byggist á því að ef þú opnar dyrnar fyrir er­lend stór­fyrir­tæki, færð þau til landsins á grund­velli lágra skatta og þau síðan selja vörur til 300 milljón manns í Evrópu þá eru miklar líkur á að þú endir með vænan af­gang af fyrir­tækja­sköttum,“ segir McWilli­ams og bætir hjá­kát­lega við að þetta sé eitt­hvað sem írskir hag­fræðingar vilji ekki að aðrir Evrópu­búar átti sig á.

„Stefnan byggist á því að ef þú opnar dyrnar fyrir er­lendum stór­fyrir­tækjum, færð þau til landsins á grund­velli lágra skatta og þau síðan selja vörur til 300 milljón manns í Evrópu þá eru miklar líkur á að þú endir með vænan af­gang af fyrir­tækja­sköttum,“ segir McWilli­ams og bætir hjá­kát­lega við að þetta sé eitt­hvað sem írskir hag­fræðingar vilji ekki að aðrir Evrópu­búar átti sig á.

Í fyrra nam nettó fyrir­tækja­skattur á Ír­landi eftir endur­greiðslur til fyrir­tækja 23,8 milljörðum evra. Sam­svarar það 3.582 milljörðum ís­lenskra króna en um 80% af þeirri upp­hæð kom frá er­lendum fé­lögum sem sjá hag sínum best borgið á Ír­landi.

Til saman­burðar eru heildar­út­gjöld ríkis­sjóðs Ís­lands fyrir næsta ár á­ætluð um 1.490 milljarðar króna.

Stór tækni­fyrir­tæki hafa séð hag sinn á Ír­landi á síðustu árum en þar eru nú að finna starfstöðvar Meta, Goog­le, Intel, Face­book, Micros­oft, og Dell svo dæmi séu tekin.
Írar föttuðu það greini­lega langt á undan Ís­lendingum að smá biti af risa­köku er betri en stór biti af smá­köku. Með fyrir­tækjum fylgja einnig vel launuð störf og hundruð þúsunda af­leidd störf.

Nú, 16 árum eftir hrun, eru Írar að velta fyrir sér hvort þeir eigi að stofna þjóðar­sjóð til að fjár­magna hús­næðis- og inn­viða­upp­byggingu. Ís­land horfir á 460 milljarða króna gjal­daga á næstu tveimur árum.

Þó að margar stofnanir á Ír­landi séu með út­rétta hönd um þessar mundir ætla Írar að sögn FT að stíga var­lega til jarðar en inn­viðir, al­mennings­sam­göngur og hús­næði verða í for­gangi.

Þó að Ír­land sé ýkt dæmi má sjá hvernig sést svart á hvítu hverju tvær mis­munandi stefn ur í fyrir­tækja­sköttum hafa skilað.

Írar sitja nú og velta fyrir sér hvað skuli gera við 1.359 milljarða af­gang af rekstri ríkis­sjóðs sem og féð frá App­le.

Ís­lensk stjórn­völd þurfa þó ekki að hafa sömu á­hyggjur, þau sögðu nei takk við er­lendri fjár­festingu fyrir löngu síðan.