Það eru margar vandræðalegar leiðir til að tapa fé í en það er hins vegar einstök list að meta með réttum hætti hvert markaðurinn stefnir, kaupa inn á réttum tíma en engu að síður tapa fé.
Þetta er raunin fyrir fjárfesta í þremur kauphallarsjóðum vestanhafs sem sérhæfa sig í gervigreindarfyrirtækjum. The Wall Street Journal fjallar um sjóðina í fréttaskýringu í dag en þar eru lesendur beðnir um að sýna fjárfestum sjóðanna meðaumkun.
Þó aðeins þrír kauphallarsjóðir sem tengjast gervigreind hafi tapað eru allir slíkir sjóðir, sem WSJ gat fundið, að skila verri ávöxtun en bæði S&P 500 og MSCI World.
Kaldhæðni örlaganna fyrir fjárfesta í kauphallarsjóðum sem tengjast gervigreindarfyrirtækjum er að velgengni Nvidia hefur verið að gera þeim erfitt fyrir.
Hlutabréfaverð Nvidia hefur hækkað um 148% á árinu, þrátt fyrir um 8% gengislækkun síðustu daga.
Það eru margar vandræðalegar leiðir til að tapa fé í en það er hins vegar einstök list að meta með réttum hætti hvert markaðurinn stefnir, kaupa inn á réttum tíma en engu að síður tapa fé.
Þetta er raunin fyrir fjárfesta í þremur kauphallarsjóðum vestanhafs sem sérhæfa sig í gervigreindarfyrirtækjum. The Wall Street Journal fjallar um sjóðina í fréttaskýringu í dag en þar eru lesendur beðnir um að sýna fjárfestum sjóðanna meðaumkun.
Þó aðeins þrír kauphallarsjóðir sem tengjast gervigreind hafi tapað eru allir slíkir sjóðir, sem WSJ gat fundið, að skila verri ávöxtun en bæði S&P 500 og MSCI World.
Kaldhæðni örlaganna fyrir fjárfesta í kauphallarsjóðum sem tengjast gervigreindarfyrirtækjum er að velgengni Nvidia hefur verið að gera þeim erfitt fyrir.
Hlutabréfaverð Nvidia hefur hækkað um 148% á árinu, þrátt fyrir um 8% gengislækkun síðustu daga.
Markmiðið með kauphallarsjóðum er að hafa fjölbreytt eignarhald til að verja fjárfesta fyrir markaðssveiflum og eru flestir sjóðir með þak á hversu mikið megi kaupa í einu félagi.
Hlutur Nvidia í S&P 500 vísitölunni er nú í kringum 6% og því eru sumir Kauphallarsjóðir að njóta minni góðs af velgengni félagsins en t.d. vísitölusjóðir.
Sem fyrr segir hafa þrír sjóðir með neikvæða ávöxtun á árinu en þeir eru 457 milljóna dala gervigreindar- og þjarkatæknisjóður First Trust sem á aðeins um 0,8% í Nvidia. Mun það vera helmingi meira en sjóðurinn á í netöryggisfyrirtækinu Blackberry sem hefur lækkað um 31% á árinu.
Þá hefur 213 milljóna dala kauphallarsjóður Wisdom Tree einnig skilað neikvæðri ávöxtun ásamt 610 milljóna dala iShares Future AI & Tech Kauphallarsjóði Blackrock. Verðbilið milli bestu og verstu gervigreindarkauphallarsjóða ársins er um 20% en samkvæmt WSJ er verið að „refsa“ fjárfestum fyrir að reyna dreifa eignarhaldi sínu á gervigreindarmarkaðinum.
Jay Jacobs, sjóðstjóri hjá BlackRock, segir þó að það sé enn besta leiðin til að verja sig fyrir skakkaföllum að vera í kauphallarsjóðum þrátt fyrir að einn risi á markaðinum sé að sópa til sín mikið á ávöxtun ársins. Hann segir að þetta hafi verið meginástæða þess að Kauphallarsjóður BlackRock ákvað að fjárfesta einnig í fyrirtækjum sem vinna í þjarkatækni.
Samkvæmt The Wall Street Journal hvetja sjóðstjórar í kauphallarsjóðum tengdum gervigreind til að sýna þolinmæði en því miður er ekki auðvelt að finna fjárfesta sem vilja vera of lengi í sérhæfðum kauphallarsjóðum. Af þeim sökum hafa margir sjóðir breytt um stefnu eða sameinast öðrum sjóðum.
Þolinmæði gæti þó verið dyggð í þessu samhengi en þegar dot com-bólan sprakk árið tíunda áratug síðustu aldar hurfu flestir Kauphallarsjóðirnir sem voru tengdir netfyrirtækjunum af sjónarsviðinu. Sjóðirnir misstu þannig af samfélagsmiðla- og veraldarvefsbyltingunni sem átti sér stað áratug síðar.