Lágt vaxta­stig hjálpar skráðum fé­lögum en eru lágir vextir góðir fyrir hluta­bréfa­markaðinn í heild? Svona hefst frétta­skýring The Wall Street Journal um dvínandi hlut­fall skráðra fé­laga í Banda­ríkjunum.

Þrátt fyrir að fjár­festar séu á­nægðir með bola­markaðinn sem er í gangi nú eru ekki nærri því jafn mörg fé­lög á markaði og þau sem eru enn skráð eru ekki jafn að­lagandi fjár­festing og áður.

Stóru tækni­fyrir­tækin Nvidia, Micros­oft og App­le hafa þrýst hluta­bréfa­vísi­tölum og verð­bréfa­sjóðum upp á við síðustu mánuði en á sama tíma hafa minni og meðal­stór fyrir­tæki fallið í gleymsku meðal fjár­festa.

Lágt vaxta­stig hjálpar skráðum fé­lögum en eru lágir vextir góðir fyrir hluta­bréfa­markaðinn í heild? Svona hefst frétta­skýring The Wall Street Journal um dvínandi hlut­fall skráðra fé­laga í Banda­ríkjunum.

Þrátt fyrir að fjár­festar séu á­nægðir með bola­markaðinn sem er í gangi nú eru ekki nærri því jafn mörg fé­lög á markaði og þau sem eru enn skráð eru ekki jafn að­lagandi fjár­festing og áður.

Stóru tækni­fyrir­tækin Nvidia, Micros­oft og App­le hafa þrýst hluta­bréfa­vísi­tölum og verð­bréfa­sjóðum upp á við síðustu mánuði en á sama tíma hafa minni og meðal­stór fyrir­tæki fallið í gleymsku meðal fjár­festa.

Í tækni­bólunni á árunum 1994 til 1999 hækkaði S&P 500 vísi­talan, sem fylgir 500 stærstu fé­lögunum á markaði, um 93% meira en Rus­sel 2000 vísi­talan, sem er ekki ó­svipað og staðan sem er uppi núna.

Á árunum 1994 til árs­loka 2014 hækkaði Rus­sel 2000 vísi­talan 114% meira en S&P 500.

Ein leið til að sjá markaðs­breytingar vestan­hafs er að skoða víð­tækustu vísi­töluna í Banda­ríkjunum FT Wils­hire 5000, sem er oft kölluð Wils­hire 5000 to­ta­l market en hún hefur árum saman fylgt markaðinum í heild.

Hlutfall skráðra sjóða og félaga í Bandaríkjunum, 1996-2022.
Hlutfall skráðra sjóða og félaga í Bandaríkjunum, 1996-2022.
© Skjáskot (Skjáskot)

Þegar vísi­talan var fyrst kynnt til sögunnar árið 1974 af Wils­hire Associa­tes voru líkt og nafnið gefur til kynna 5000 fé­lög í vísi­tölunni. Í dag eru þó bara 3.381 fé­lag í vísi­tölunni.

Sam­kvæmt WSJ er þetta afar sér­kenni­leg þróun þar sem á­hugi Banda­ríkja­manna á hluta­bréfa­markaðinum hefur sjaldan verið meiri. Fjár­festar hafa þó sjaldan verið með jafn fáa val­mögu­leika í höndunum.

Um þessar mundir eru um þre­falt fleiri hluta­bréfa­sjóðir á markaði en skráð fé­lög. Fé­lög skráð í Banda­ríkjunum mynda um 70% af markaðs­virði allra skráðra fé­laga í heiminum og tíu verð­mætustu fé­lög heimsins öll á markaði í Banda­ríkjunum.

Hins vegar var um 10% af öllum ný­skráningum árið 2022 í Banda­ríkjunum sam­kvæmt Al­þjóða­bankanum, sem er helmingi minna hlut­fall en á seinni hluta tíunda ára­tugarins.

Sam­kvæmt Eric Cinna­mond, stofnanda Palm Vall­ey Capi­tal Mana­gement, sem hefur fjár­fest árum saman í minni fyrir­tækjum eru tímarnir að breytast. Á árum áður litu Banda­ríkja­menn á minni fyrir­tæki eins og virðis­fjár­festingu og héldu í bréfin til lengri tíma.

Cinna­mond segir að skuld­settar yfir­tökur eignar­halds­fé­laga séu hins vegar að valda tölu­verðum vand­ræðum fyrir al­menning og fjár­festinga­fé­lög sem ein­blína á minni fyrir­tæki.

„Þau fyrir­tæki sem eru enn skráð á markað eru með af­komu sem er langt fyrir neðan meðal­tal fyrir­tækja af sömu stærð,“ segir Cinna­mond í sam­tali til The Wall Street Journal.

FTSE Rus­sel skiptir markaðinum í 1000 stærstu skráðu fé­lögin og 2000 fé­lögin sem koma þar á eftir. Kaup­hallar­sjóðurinn iS­hare Rus­sel 2000 fylgir síðar­nefnda hópnum er sjóðurinn saman­lagt hlut­fall markaðs­verðs af hagnaði fyrir­tækjanna er um 13 sinnum lægra en hjá 1000 stærstu.

Sam­kvæmt WSJ er þetta ó­venju­legt því jafn­vel á kreppu­tímum hefur fjöl­mörgum minni fé­lögum tekist að skila hagnaði.

Banda­ríski við­skipta­miðillinn úti­lokar ekki að að­lagandi á­vöxtunar­krafa ríkis­skulda­bréfa haldi mörgum fjár­festum frá því að skoða minni fé­lögin á markaði betur.

Banda­rískir fjár­festar gætu því þurft að líta til Evrópu ef þeir vilja fjár­festa í góðum, öflugum minni fé­lögum en sam­kvæmt skýrslu Data­T­rek Research eru minni og meðal­stór fé­lög í Evrópu að skila meiri hækkunum en markaðurinn í heild.

Að mati WSJ gætu fjár­festar vestan­hafs verið að bíða eftir endur­nýjun á markaði, fjölgun arð­bærra minni fé­laga en áður eða enn meiri gengis­lækkun á nú­verandi fé­lögum áður en þau verði arð­bær á ný á fjár­festa í meðal­stórum fyrir­tækjum.