Lágt vaxtastig hjálpar skráðum félögum en eru lágir vextir góðir fyrir hlutabréfamarkaðinn í heild? Svona hefst fréttaskýring The Wall Street Journal um dvínandi hlutfall skráðra félaga í Bandaríkjunum.
Þrátt fyrir að fjárfestar séu ánægðir með bolamarkaðinn sem er í gangi nú eru ekki nærri því jafn mörg félög á markaði og þau sem eru enn skráð eru ekki jafn aðlagandi fjárfesting og áður.
Stóru tæknifyrirtækin Nvidia, Microsoft og Apple hafa þrýst hlutabréfavísitölum og verðbréfasjóðum upp á við síðustu mánuði en á sama tíma hafa minni og meðalstór fyrirtæki fallið í gleymsku meðal fjárfesta.
Í tæknibólunni á árunum 1994 til 1999 hækkaði S&P 500 vísitalan, sem fylgir 500 stærstu félögunum á markaði, um 93% meira en Russel 2000 vísitalan, sem er ekki ósvipað og staðan sem er uppi núna.
Á árunum 1994 til ársloka 2014 hækkaði Russel 2000 vísitalan 114% meira en S&P 500.
Ein leið til að sjá markaðsbreytingar vestanhafs er að skoða víðtækustu vísitöluna í Bandaríkjunum FT Wilshire 5000, sem er oft kölluð Wilshire 5000 total market en hún hefur árum saman fylgt markaðinum í heild.

© Skjáskot (Skjáskot)
Þegar vísitalan var fyrst kynnt til sögunnar árið 1974 af Wilshire Associates voru líkt og nafnið gefur til kynna 5000 félög í vísitölunni. Í dag eru þó bara 3.381 félag í vísitölunni.
Samkvæmt WSJ er þetta afar sérkennileg þróun þar sem áhugi Bandaríkjamanna á hlutabréfamarkaðinum hefur sjaldan verið meiri. Fjárfestar hafa þó sjaldan verið með jafn fáa valmöguleika í höndunum.
Um þessar mundir eru um þrefalt fleiri hlutabréfasjóðir á markaði en skráð félög. Félög skráð í Bandaríkjunum mynda um 70% af markaðsvirði allra skráðra félaga í heiminum og tíu verðmætustu félög heimsins öll á markaði í Bandaríkjunum.
Hins vegar var um 10% af öllum nýskráningum árið 2022 í Bandaríkjunum samkvæmt Alþjóðabankanum, sem er helmingi minna hlutfall en á seinni hluta tíunda áratugarins.
Samkvæmt Eric Cinnamond, stofnanda Palm Valley Capital Management, sem hefur fjárfest árum saman í minni fyrirtækjum eru tímarnir að breytast. Á árum áður litu Bandaríkjamenn á minni fyrirtæki eins og virðisfjárfestingu og héldu í bréfin til lengri tíma.
Cinnamond segir að skuldsettar yfirtökur eignarhaldsfélaga séu hins vegar að valda töluverðum vandræðum fyrir almenning og fjárfestingafélög sem einblína á minni fyrirtæki.
„Þau fyrirtæki sem eru enn skráð á markað eru með afkomu sem er langt fyrir neðan meðaltal fyrirtækja af sömu stærð,“ segir Cinnamond í samtali til The Wall Street Journal.
FTSE Russel skiptir markaðinum í 1000 stærstu skráðu félögin og 2000 félögin sem koma þar á eftir. Kauphallarsjóðurinn iShare Russel 2000 fylgir síðarnefnda hópnum er sjóðurinn samanlagt hlutfall markaðsverðs af hagnaði fyrirtækjanna er um 13 sinnum lægra en hjá 1000 stærstu.
Samkvæmt WSJ er þetta óvenjulegt því jafnvel á krepputímum hefur fjölmörgum minni félögum tekist að skila hagnaði.
Bandaríski viðskiptamiðillinn útilokar ekki að aðlagandi ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa haldi mörgum fjárfestum frá því að skoða minni félögin á markaði betur.
Bandarískir fjárfestar gætu því þurft að líta til Evrópu ef þeir vilja fjárfesta í góðum, öflugum minni félögum en samkvæmt skýrslu DataTrek Research eru minni og meðalstór félög í Evrópu að skila meiri hækkunum en markaðurinn í heild.
Að mati WSJ gætu fjárfestar vestanhafs verið að bíða eftir endurnýjun á markaði, fjölgun arðbærra minni félaga en áður eða enn meiri gengislækkun á núverandi félögum áður en þau verði arðbær á ný á fjárfesta í meðalstórum fyrirtækjum.