Stjórn Eikar fast­eigna­fé­lags mælir gegn því að hlut­hafar sam­þykki val­frjálst yfir­töku­til­boð Regins vegna þess að sá eignar­hlutur sem hlut­höfum er boðinn í sam­einuðu fé­lagi, sam­kvæmt til­boðinu, er of lítill.

Rök­styður stjórnin álit sitt í ítar­legri greinar­gerð sem var send til Kaup­hallarinnar í kvöld en þar er m. a. fjallað um álit stjórnarinnar á fram­tíðar­á­formum til­boðs­gjafa og hvaða á­hrif hún telur að til­boðið geti haft á hags­muni fé­lagsins, störf stjórn­enda og starfs­manna þess, sem og stað­setningu starfs­stöðva fé­lagsins.

Stjórn Regins til­kynnti þann 8. júní að hún hefði á­kveðið að leggja fram val­frjálst yfir­töku­til­boð í allt hluta­fé Eikar. Sam­kvæmt til­boðinu myndu hlut­hafar Eikar fá 46% út­gefins hluta­fjár í Regin.

Gengi Eikar var þann dag 10,4 krónur en gengi til­boðs­gjafa var 23 krónur. Gengi Eikar hefur hækkað um 13,5% síðan þá á meðan gengi Regins hefur lækkað um 5,2% miðað við dagsloka­gengi gær­dagsins.

Hlut­fall hlut­hafa Eikar í sam­einuðu fé­lagi væri því 47,9% en ekki 46%.

Telja 50,6% sanngjarnt hlutfall

Í greinar­gerð stjórnar Eikar segir að Arcti­ca Finance hafi veitt fé­laginu ráð­gjöf í ferlinu en að þeirra mati væri sann­gjarnt hlut­fall hlut­hafa Eikar 50,6% á móti 49,4% hlut­falli hlut­hafa Regins. Miðast matið við 6,2% fjár­magns­kostnað hjá báðum fé­lögum.

Í greinar­gerðinni segir einnig að allir stjórnar­menn Eikar sem einnig eigi hlut í fé­laginu hyggist hafna til­boði Regins.

Starfs­fólk Eikar hefur einnig skilað inn á­liti sínu á yfir­töku­til­boðinu til stjórnar­for­manns og for­stjóra en í því segir að al­mennt telji starfs­menn að yfir­töku­til­boðið hafi slæm á­hrif á störf starfs­fólks fé­lagsins.

Starfsfólk Eikar upplifað ótta

„Yfir­töku­til­boðið veldur því að margir upp­lifa ótta við að missa starf sitt, annars konar ó­vissu, svo sem vegna til­færslu starfs­stöðvar, og aukið álag,” segir í áliti starfsfólks Eikar sem fylgir greinargerð stjórnarinnar til hluthafa.

Að mati starfs­manna hafa fjöldi verk­efna tafist eða stöðvast vegna þess á­lags sem hefur fylgt yfir­töku­til­boðinu.

„Innan fé­lagsins starfar sam­heldinn hópur með ríka vinnu­staðar­menningu og starfs­fólki líst al­mennt illa á að henni verði stokkað upp og hópnum tvístrað,” segir þar enn fremur.

„Þróunareignir” í stýringu eða á sölu

Í byrjun júlí, 4. júlí, sam­þykkti hlut­hafa­fundur Regins mót­at­kvæða­laust heimild til stjórnar til hækkunar hluta­fjár til að efna upp­gjör á yfir­töku­til­boðinu. Gildis­tími val­frjálsa yfir­töku­til­boðsins var til 18. septem­ber en var síðar fram­lengt til 16. októ­ber þann 30. ágúst

Þann sama dag til­kynnti Reginn Eik um breytingu á fram­tíðar­á­formum hvað varðar eignir Eikar sem Reginn hefur skil­greint sem þróunar­eignir Eikar.

Í upp­haf­legu til­boðs­yfir­liti var ráð­gert að þessar þróunar­eignir, sem eru and­virði um 16 milljarðar króna, yrðu settar í sér­stakt fé­lag og sam­hliða gerður eigna­stýringar­samningur við Klasa ehf.

Eigna­stýringa­samningurinn átti að inni­halda fasta þóknun á­samt árangurs­tengingu en með því ætlaði Reginn að lækka rekstar­kostnað.

Sam­kvæmt breytingum sem bárust Eik þann 30. ágúst var gert ráð fyrir að meiri­hluti þróunar­eigna Eikar yrðu seldar og minni­hluti þróunar­eigna yrðu settar í um­sjón Klasa en rétt er að taka fram að Klasi er í jafnri eigu Regins, Haga og KLS Eignar­halds­fé­lags sem stjórnar­for­maður Regins er 46,5% eig­andi að.

Í greiningar­gerð stjórnar Eikar til hlut­hafa segir að ekki hafa komið fram upp­lýsingar frá Regin um á­ætlaðan ár­legan kostnað við einka­stýringar­samninginn við Klasa né hvert kunni að vera hlut­fall árangurs­tengingar eða hvert árangur­svið­mið er.

Að mati stjórnar er því erfitt að meta hve miklu leyti rekstrar­kostnaður breytist við slíka út­hýsingu.

Sem fyrr segir leggst stjórn gegn því að hluthafar samþykki yfirtökutilboðið en hluthafafundur Eikar fer fram á föstudaginn.

Í lok júlí var til­kynnt um að stjórnir Reita og Eikar hefðu á­kveðið að hefja við­ræður um mögu­legan sam­runa.

Bjarni Kristján Þor­varðar­son for­maður stjórnar fast­eigna­fé­lagsins Eikar sagði í fjöl­miðlum í byrjun mánaðar að einu sam­runa­við­ræðurnar sem væru í gangi núna væru við Reiti.