Í til­efni af Nýsköpunar­vikunni standa gagna­vers­fyrir­tækið Bor­ealis Data Center (BDC), Háskóli Ís­lands og CSC fyrir opnum viðburði sem snýr að framtíð gervi­greindar og mikilvægi þess að byggja upp inn­viði, mann­auð og stefnumótun til að mæta ört vaxandi þörfum hennar.

CSC er finnsk ríkis­stofnun sem sér­hæfir sig í háaf­kastaút­reikningum (e. High-Per­for­mance Computing - HPC), gagna­vinnslu og upp­lýsingatækni fyrir vísinda­sam­félagið.

Þeir reka m.a. LUMI-ofur­tölvuna, sem er ein öflugasta og um­hverfis­vænasta ofur­tölva heims, stað­sett í Kaja­ani í Finn­landi.

Viðburðurinn, Brýnar að­gerðir og undir­búningur fyrir gervi­greind og háaf­kastaút­reikning (e. Ur­gent Action for Al & HPC Rea­diness), fer fram fimmtu­daginn 15. maí frá kl. 13:00 til 17:00 í Grósku við Eiríks­götu. Skráning er öllum opin hér.

„Við stöndum á tíma­mótum þar sem framtíð gervi­greindar og háaf­kastaút­reikninga krefst mark­vissrar stefnumótunar, fjár­festinga og alþjóð­legs sam­starfs. Ís­land hefur ein­stakt tækifæri til að gegna hlut­verki, ekki aðeins vegna sjálf­bærra gagna­vera og hreinnar orku, heldur einnig með því að leggja áherslu á menntun og þekkingu sem styður við þessa tækniþróun. Með þessu sam­tali viljum við hvetja til að­gerða og tryggja að Ís­land verði í farar­broddi á þessari spennandi veg­ferð,“ segir Björn Brynjúlfs­son, for­stjóri og með­stofnandi Bor­ealis Data Center.

Gervi­greind, ofur­tölvur og framtíðin

Leiðandi sér­fræðingar frá Ís­landi, Finn­landi og löndum víðar í Evrópu ræða hvernig Norður­löndin geta orðið í farar­broddi í þróun sjálf­bærra gagna­vera og gervi­greindarinn­viða.

Á dag­skrá eru tvö lykil­erindi og tvennar pall­borðs­um­ræður þar sem rætt verður hvernig hægt er að tryggja að rétt kunnátta, kerfi og stefnumótun styðji við fjár­festingar í gervi­greindarinn­viðum.

Sér­stök áhersla verður lögð á svo­kallaðar „AI Factories“ og „AI GigaFactories“ Evrópu og hvernig Ís­land getur gegnt lykil­hlut­verki í þessari þróun, ekki aðeins með um­hverfis­vænum inn­viðum heldur einnig í upp­byggingu sér­hæfðs mann­auðs sem þarf til að knýja áfram gervi­greindaröldina.

Meðal ræðu­manna verður Lilja Dögg Jónsdóttir frá Al­mannarómi, sem mun ræða framtíðarsýn Ís­lands í gervi­greind og mikilvægi ís­lenskrar tungu í þróun slíkra lausna.

HPC stendur fyrir High-Per­for­mance Computing, eða háaf­kastaút­reikningar, sem fela í sér notkun öflugra tölvu­kerfa til að sinna flóknum reikniað­gerðum, t.d. í veður­spám, erfðafræði, orku­kerfum og gervi­greind.

Nánari upplýsingar má finna hér.