Septem­ber­mánuður hefur í gegnum tíðina verið vin­sæll mánuður fyrir frumút­boð en sam­kvæmt The Wall Street Journal hafa markaðs­sveiflur ágúst­mánaðar valdið því að fjöl­mörg fé­lög eru að endur­skoða á­ætlanir sínar um skráningar.

Fé­lögin eru um þessar mundir að huga að því hvort það eigi að ljúka við skráningar­á­ætlanir sínar snemma í mánuðinum eða bíða þangað til 2025.

Sam­kvæmt sam­tölum WSJ við lög­menn, fyrir­tækja­eig­endur og fjár­festinga­banka er ekki einungis ó­ró­leiki markaðarins sem gefur þeim hugar­angur heldur fylgir einnig for­seta­kosningunum í nóvember tölu­verð ó­vissa.

Ó­mögu­legt sé að spá fyrir um hvernig markaðurinn bregst við niður­stöðu kosninganna og þá sé einnig ó­víst um hversu mikið vextir verða lækkaðir fyrir árs­lok.

Kín­verska tækni­fyrir­tækið WeRide frestaði á dögunum fyrir­huguðu frumút­boði sínu. Miða­sölu­fyrir­tækið Stub­Hub, sem rekur einn stærsta eftir­markað með miða á alls kyns við­burði, frestaði einnig frumút­boði sínu fram í lok septem­ber en sam­kvæmt heimildum WSJ verður því frestað að nýju fram á nýtt ár.

Ör­flögu­fram­leiðandinn Cerebras er einnig sagður vera að vinna í að fresta frumút­boði sínu fram á næsta ár.

Það sem af er ári hafa fyrir­tæki sótt um 25 milljarða Banda­ríkja­dali í gegnum hluta­fjár­út­boð í tengslum við skráningar en það er tölu­vert lægra meðal­tal síðustu ára sem stendur í 55 milljörðum dala.