Kínversk stjórnvöld undirbúa nú að leggja yfir eins milljarðs dala sekt, eða sem nemur yfir 140 milljörðum króna, á fjártæknirisann Ant Group, samkvæmt sex heimildarmönnum Reuters. Það fer að líða undir lok tveggja ára rannsóknar hjá kínverskum eftirlitsaðilum.
Fyrir tveimur árum stöðvuðu kínversk stjórnvöld frumútboð Ant Group, sem hefði orðið það stærsta í sögunni, á síðustu stundu eftir að stofnandinn Jack Ma gagnrýndi eftirlitskerfið í Kína og sagði það hindra nýsköpun.
Seðlabanki Kína er sagður vera eftirlitsaðilinn sem leiðir rannsóknina. Seðlabankinn hefur verið í viðræðum við Ant síðustu mánuði vegna sektarinnar. Talið er að bankinn horfi til þess að tilkynna um sektina á öðrum fjórðungi næsta árs.
Aðgerðir kínverska stjórnvalda eru liður í átaki til að herða tök sín á tæknigeiranum í landinu. Það stefnir í að sektarfjárhæðin á Ant verði sú stærsta frá 1,2 milljarða dala sektinni sem kínversk netöryggiseftirlitsstofnun lagði á farveituna Didi Global í júlí.