OpenAI, gervigreindarfyrirtækið sem þróaði ChatGPT spjallmennið, hyggst veita Google samkeppni með leitarvélinni SearchGPT sem mun styðja sig við gervigreindarlíkön félagsins til að bæta leitarniðurstöður.

Verið er að hleypa af stokkunum frumgerð af SearchGPT sem verður dreift til lítils hóps notenda og útgefenda. OpenAI stefnir að því að innleiða bestu þætti leitarvélarinnar inn í ChatGPT.

OpenAI, gervigreindarfyrirtækið sem þróaði ChatGPT spjallmennið, hyggst veita Google samkeppni með leitarvélinni SearchGPT sem mun styðja sig við gervigreindarlíkön félagsins til að bæta leitarniðurstöður.

Verið er að hleypa af stokkunum frumgerð af SearchGPT sem verður dreift til lítils hóps notenda og útgefenda. OpenAI stefnir að því að innleiða bestu þætti leitarvélarinnar inn í ChatGPT.

SearchGPT á að veita samandregnar leitarniðurstöður með hlekki á heimildir ásamt því að bjóða notendum að spyrja eftirfylgnispurningar og fá svör í samhengi við upphaflegu spurninguna.

Google er með 91% markaðshlutdeild á leitarvélamarkaðnum samkvæmt gögnum Statcounter sem Routers vísar í. Sömuleiðis er OpenAI með nýju leitarvélinni að fara í samkeppni við Bing, leitarvél Microsoft sem er einn stærsti hluthafi OpenAI.