Íbúðaverð í Svíþjóð hækkaði um 1% á milli ára í febrúar síðastliðnum.

Þetta er í fyrsta skipti síðan mars 2022 sem húsnæðisverð í landinu hækkar á ársgrundvelli. Íbúðaverð í Svíþjóð hafði lækkað um rúm 15% frá því að það var í hæstu hæðum síðastliðið vor.

Þrátt fyrir hækkun í febrúar telja sérfræðingar að íbúðaverð muni halda áfram að lækka. Telja þeir að Seðlabanki Svíþjóðar eigi inni frekari stýrivaxtahækkanir og að vextirnir verði komnir upp í 4,25% fyrr en seinna.