Íbúðaverð í Danmörku féll um 1,8% á milli nóvember og desember og hefur nú lækkað um nærri 9,7% frá því að verðið náði hámarki í júní 2022, samkvæmt nýjum gögnum frá home a/s, einni af stærstu fasteignasölum landsins. Bloomberg greinir frá.
Louise Aggerstrom Hansen, aðalgreinandi hjá Danske Bank, segir í hagsjá bankans að þó húsnæðisverð fari hratt lækkandi þá ber að horfa á tölurnar með hinar miklu verðhækkanir í Covid-faraldrinum í huga.
„Jafnvel þó húsnæðisverð hefur lækkað, þá er enn dýrara að kaupa íbúð heldur en á sama tíma í fyrra. Það gefur til kynna að verðið eigi eftir falla enn frekar.“
Kjör á fjármögnun húsnæðislána hafa versnað talsvert á síðustu misserum. Vextir á 30 ára fastvaxtalánum hafa hækkað úr tæplega 1% í 5% á einu og hálfu ári. Verðbólga mælist nú 8,9% í landinu í nóvember.