Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,7% í desembermánuði, samanborið við 0,3% lækkun í nóvember og 0,6% hækkun í október. Síðastliðna þrjá mánuði lækkaði vísitalan um 0,4%, síðastliðna sex mánuði hækkaði hún um 1,1% og síðastliðna tólf mánuði hækkaði hún um 17,4%. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum hjá HMS.

Það hægist áfram á árstakti vísitölunnar en til samanburðar mældist tólf mánaða breyting hennar 20,3% í nóvember og 21,5% í október. Árshækkun vísitölunnar mældist mest í 25,5% í júlí síðastliðnum.

Sérbýlishluti vísitölunnar lækkaði um 2,1% á milli mánaða. Árshækkun á sérbýlishlutanum mældist 16,7% í desember samanborið við 21,6% í nóvember.

Verð á fjölbýli lækkaði um 0,3% á milli mánaða. Árshækkun fjölbýlishlutans mælist nú 17,4%, samanborið við 20,2% í október.