Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,3% í þriggja milljarða króna veltu á síðasta viðskiptadeginum í Kauphöllinni fyrir páska. Mesta veltan var með hlutabréf Arion banka sem lækkuðu um 0,4% í hálfs milljarðs króna viðskiptum. Gengi Aron stendur nú í 140,0 krónum á hlut.
Iceland Seafood International hækkaði mest af félögum Kauphallarinnar eða um 4,7% í 61 milljónar veltu. Gengi hlutabréfa Icelandair stendur nú í 6,65 krónum á hlut og hefur ekki verið hærra síðan í lok janúar.
Auk Iceland Seafood þá hækkuðu hlutabréf Kviku banka og Nova um meira en 1% í dag. Hlutabréfaverð Nova stendur nú í 4,42 krónum á hlut eftir 14% hækkun á einni viku.
Þrjú félög aðalmarkaðarins lækkuðu um meira en 1% í dag en það voru Icelandair, Reitir og Skel fjárfestingarfélag.
Á First North-markaðnum hækkuðu hlutabréf Play um 1,7% í 28 milljóna veltu og stendur gengi flugfélagsins nú í 1,9 krónum á hlut. Líkt og Viðskiptablaðið fjallaði um í dag, þá stækkaði sjóður í stýringu evrópska sjóðastýringafyrirtækisins Quaero Capital við hlut sinn í Play í mars.