Icelanda­ir hef­ur fellt niður ferðir sem tengj­ast sölu á pakka­ferðum fyr­ir­tæk­is­ins und­ir vörumerk­inu Icelanda­ir holi­days vegna verk­falla starfsfólks á hótelum.

Í svari við fyrirspurn mbl.is segir að ekki hafi tekist að finna viðeigandi gistingu á öðrum hótelum.

„Verk­fallið hef­ur ekki haft áhrif á flugáætl­un Icelanda­ir og við áætl­um að svo muni ekki verða í fyr­ir­sjá­an­legri framtíð,“ seg­ir Guðni Sig­urðsson­, upp­lýs­inga­full­trúi Icelanda­ir í svari við fyrirspurn mbl.is.

„Í nokkr­um til­fell­um hef­ur þurft að af­lýsa pakka­ferðum Icelanda­ir Holi­days, ef gist­ing á einu af þeim hót­el­um í Reykja­vík sem hafa orðið fyr­ir áhrif­um verk­falls­ins er innifal­in og ekki hef­ur tek­ist að tryggja sam­bæri­lega gist­ingu. Um­fangið á þessu er ekki mikið í heild­ar­sam­hengi hlut­anna.“