Icelandair flutti 514 þúsund farþega í júní eða um 1% færri en á sama tíma og í fyrra. Þar af voru 31% á leið til Íslands, 15% frá Íslandi, 49% voru tengifarþegar og 4% ferðuðust innanlands.

Í tilkynningu frá Icelandair segir einnig að sætanýting hafi verið 83% og stundvísi 85,2%, eða 14,5 prósentustigum meiri en í fyrra.

Icelandair flutti 514 þúsund farþega í júní eða um 1% færri en á sama tíma og í fyrra. Þar af voru 31% á leið til Íslands, 15% frá Íslandi, 49% voru tengifarþegar og 4% ferðuðust innanlands.

Í tilkynningu frá Icelandair segir einnig að sætanýting hafi verið 83% og stundvísi 85,2%, eða 14,5 prósentustigum meiri en í fyrra.

Það sem af er ári hefur Icelandair flutt tvær milljónir farþega, 7% fleiri en á sama tímabili í fyrra. Tengifarþegum fjölgaði þá um 15% í júní á meðan farþegum til landsins hefur fækkað milli ára.

„Farþegafjöldi okkar í júní var svipaður og í fyrra en eftirspurn eftir ferðum til landsins hefur minnkað, samanborið við síðasta ár. Nú sem fyrr höfum við nýtt sveigjanleikann í leiðakerfinu og lagt aukna áherslu á tengifarþega, en um helmingur farþega okkar í júní eru tengifarþegar á leiðinni á milli Evrópu og Norður-Ameríku,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.