Icelandair flutti 458 þúsund farþega í september, 10% fleiri en í september 2023. Þar af voru 31% á leið til Íslands, 16% frá Íslandi, 48% ferðuðust um Ísland og 5% innan Íslands.

Sætanýting var þá 83% og stundvísi var 86,6%. Stundvísi jókst um 5,6 prósentustig á milli ára og er um að ræða metárangur í september frá árinu 2009.

Icelandair flutti 458 þúsund farþega í september, 10% fleiri en í september 2023. Þar af voru 31% á leið til Íslands, 16% frá Íslandi, 48% ferðuðust um Ísland og 5% innan Íslands.

Sætanýting var þá 83% og stundvísi var 86,6%. Stundvísi jókst um 5,6 prósentustig á milli ára og er um að ræða metárangur í september frá árinu 2009.

„Það er ánægjulegt að sjá áframhaldandi fjölgun farþega og framúrskarandi stundvísi en undanfarna mánuði höfum við verið á meðal stundvísustu stærri flugfélaga í Evrópu. Við höfum undanfarið lagt mikla áherslu á að bæta skilvirkni í rekstrinum sem meðal annars hefur skilað sér í stórbættri stundvísi og þessum árangri höfum við náð með sameiginlegu átaki alls starfsfólks,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.

Það sem af er ári hefur Icelandair flutt 3,6 milljónir farþega, 8% fleiri en í fyrra.