Af­komu­spá Icelandair fyrir árið 2024 gerir ráð auknum hagnaði á milli ára og að EBIT hlut­fall verði 2-4%, sam­kvæmt kaup­hallar­til­kynningu.

Icelandair hagnaðist um 1,5 milljarða króna eftir skatta á árinu 2023, saman­borið við 800 milljóna króna tap árið áður. Var það í fyrsta sinn frá árinu 2017 sem Icelandair skilaði hagnaði eftir skatta á árs­grund­velli.

Af­komu­spá Icelandair fyrir árið 2024 gerir ráð auknum hagnaði á milli ára og að EBIT hlut­fall verði 2-4%, sam­kvæmt kaup­hallar­til­kynningu.

Icelandair hagnaðist um 1,5 milljarða króna eftir skatta á árinu 2023, saman­borið við 800 milljóna króna tap árið áður. Var það í fyrsta sinn frá árinu 2017 sem Icelandair skilaði hagnaði eftir skatta á árs­grund­velli.

„Ó­vissa í rekstrar­um­hverfinu, sem fjallað var um í til­kynningu með upp­gjöri ársins 2023 hinn 1. febrúar síðast­liðinn, hefur minnkað. Bæði hafa á­hrif af ó­ná­kvæmum fréttum af elds­um­brotum á Reykja­nesi á bókanir minnkað á­samt því að ný­gerðir lang­tíma kjara­samningar á al­mennum vinnu­markaði skapa meiri stöðug­leika,“ segir í af­komu­spánni.

Flug­fé­lagið gerir jafn­framt ráð fyrir að flug­fram­boð, í sætiskíló­metrum, aukist um 10% frá fyrra ári.

„Á­herslan verður á að auka fram­boð inn á markaði sem hafa mikla tekju- og arð­semis­mögu­leika. Vöxturinn var mestur á fyrsta árs­fjórðungi eða um 21%. Gert er ráð fyrir um 9% vexti á öðrum og þriðja árs­fjórðungi og 6% á fjórða árs­fjórðungi.“

Miðað við af­komu fyrstu tveggja mánaða ársins, nú­verandi bókunar­stöðu og aðrar lykil­for­sendur gerir flug­fé­lagið ráð fyrir að heildar­tekjur verði um 220 milljarðar króna (1,6 milljarðar dala) á árinu 2024. Flug­fé­lagið gerir ráð fyrir að EBIT hlut­fall verði um 2-4% af tekjum og að hagnaður eftir skatta aukist milli ára.

„Al­þjóð­leg fjöl­miðla­um­fjöllun um jarð­hræringarnar á Reykja­nesi hafði á­hrif á tekjur í fyrsta árs­fjórðungi sem og mikil fram­boðs­aukning á á­kveðnum mörkuðum, eins og Bret­landi, Frankfurt og Amsterdam sem hafði á­hrif á eininga­tekjur. Því er gert ráð fyrir að EBIT af­koma á fyrsta árs­fjórðungi 2024 verði að­eins lakari en 2023.“

Sam­kvæmt Icelandair er eftir­spurn frá Ís­landi á­fram sterk og bókunar­staðan fyrir sumarið, sér­stak­lega á At­lants­hafs­markaðnum um Ís­land, er góð.

„Þá vekja ný­gerðir kjara­samningar vonir um aukinn efna­hags­legan stöðug­leika sem styrkir sam­keppnis­hæfni landsins sem er mikil­vægt að við­halda til þess að ferða­þjónustan haldi á­fram að blómstra. Því eru fram­tíðar­horfur Ís­lands sem ferða­manna­lands á­fram góðar. Árið 2023 lauk endur­reisninni hjá Icelandair eftir heims­far­aldurinn og reksturinn skilaði hagnaði á ný. Nú er á­herslan fyrst og fremst á að­gerðir til að styrkja tekju­myndun enn frekar og ná fram aukinni skil­virkni í rekstrinum. Með þessar á­herslur að leiðar­ljósi er Icelandair á réttri leið að ná lang­tíma­mark­miði sínu um 8% rekstrar­hagnað (EBIT) að meðal­tali.”