Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,4% í yfir 4 milljarða króna viðskiptum á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag.
Icelandair hækkaði mest af félögum Kauphallarinnar eða um 6,5% í yfir 600 milljóna viðskiptum. Gengi hlutabréfa Icelandair stendur nú í 0,99 krónum á hlut og hefur ekki verið hærra við lokun Kauphallarinnar síðan í byrjun júní síðastliðnum.
Auk Icelandair þá hækkuðu hlutabréf Festi Iceland Seafood, Arion banka, Amaroq Minerals og Play um meira en 1% í dag.
Eimskip lækkaði mest af félögum Kauphallarinnar eða um 3,4% í 156 milljóna viðskiptum. Gengi Eimskips stendur nú í 342 krónum á hlut. Þá féll gengi Íslandsbanka og Skaga um meira en eitt prósent í dag.