Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,8% í 5,2 milljarða króna veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. Mesta veltan, eða um 1,2 milljarðar, var með hlutabréf Arion banka sem hækkuðu um 1,6%.

Fimm félög aðalmarkaðarins hækkuðu um 2% eða meira í viðskiptum dagsins. Icelandair leiddi hækkanir en gengi hlutabréfa flugfélagsins hækkaði um 2,6% í yfir hundrað milljóna króna veltu og stendur nú í 1,18 krónum á hlut.

Hlutabréfaverð málmleitarfélagsins Amaroq Minerals hækkaði um 2,5% í 460 milljóna króna veltu og stendur nú í 145 krónum á hlut.

Félagið greindi fyrir opnun markaða í morgun frá niðurstöðum rannsóknar­borunum í Nanoq, sem stað­sett er á Nanortalik-gull­beltinu í Suður-Græn­landi. Að mati Amaroq bendir niður­staðan til mikilla mikla mögu­leika Nanoq leyfisins ásamt því að styrkja stöðu félagsins enn frekar á þessu gull­leitar­svæði.

Auk Icelandair og Amaroq hækkaði gengi hlutabréfa Reita, Kviku banka og Skaga um meira en tvö prósent í dag. Hagar var eina félagið sem lækkaði um meira en eitt prósent en velta með bréf smásölufyrirtækisins nam hins vegar aðeins 19 milljónum.