Hlutabréfaverð Icelandair hefur hækkað um 6,4% í tæplega 200 milljón króna viðskiptum það sem af er degi og stendur gengi flugfélagsins í 1,08 krónum þegar þetta er skrifað.
Á sama tíma hefur gengi Amaroq hækkað um rúm 6% í 25 milljón króna veltu en gengi málmleitarfélagsins hafði lækkað um 13% síðustu fjóra viðskiptadaga.
Hlutabréfaverð Eimskips hefur síðan hækkað um 5% í 627 milljón króna veltu. Gengi Eimskips stendur í 378 krónum.
Hlutabréfaverð Kviku banka hefur hækkað um tæp 5% í 415 milljón króna veltu en gengi bankans hefur nú hækkað um 13% síðastliðinn mánuð.
Hlutabréf í Reitum, sem birti árshlutauppgjör í gær, hafa einnig hækkað um tæp 5% í 531 milljón króna veltu.
Hlutabréfaverð Sýnar hefur lækkað um 1,6% en gengi fjarskipta- og fjölmiðlafélagsins er það eina sem hefur lækkað um meira en 1% í viðskiptum dagsins.
Heildarvelta á markaði kl 11:30 var 4 milljarðar.