OMXI10 úrvalsvísitalan hækkaði um 0,2% í 3 milljarða króna veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. Níu félög hækkuðu og níu lækkuðu í viðskiptum dagsins.
Fjórðungur veltunnar var með hlutabréf Icelandair sem lækkuðu um 1,4%. Gengið er komið niður í 1,69 krónur. 470 milljóna velta var með bréf Arion sem hækkuðu um 0,3% í viðskiptum dagsins. Origo hækkaði mest allra félaga, um 1,8% í 350 milljón króna veltu. Þá hækkaði Iclandair um 1,4% í 280 milljóna veltu.
Ölgerðin lækkaði mest allra félaga á aðalmarkaði, um 2,3%. Þá lækkaði Reginn um 1,4% og Brim um 1,1%.
Hlutabréf Play halda áfram að lækka og hefur gengi bréfa félagsins aldrei verið lægra frá skráningu.
Hlutabréfaverð Play lækkaði um 1,46% í dag í 40 milljón króna veltu, og stendur nú í 13,5 krónum. Það er fjórðungs lækkun frá 18 króna útboðsgenginu í frumútboði félagsins í júní 2021.