Úrvalsvísitalan hækkaði um hálft prósent í 3,1 milljarðs króna veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. Hlutabréf fimmtán félaga hækkuðu og sjö lækkuðu.

Icelandair og Play voru hástökkvarar dagsins en hlutabréf beggja félaga hækkuðu um meira en 4% í dag.

Úrvalsvísitalan hækkaði um hálft prósent í 3,1 milljarðs króna veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. Hlutabréf fimmtán félaga hækkuðu og sjö lækkuðu.

Icelandair og Play voru hástökkvarar dagsins en hlutabréf beggja félaga hækkuðu um meira en 4% í dag.

Gengi Icelandair hækkaði um 4,6% í 211 milljóna veltu og stendur nú í 0,91 krónu á hlut en er engu að síður 32% lægra en í upphafi árs. Dagslokagengi Icelandair fór lægst í 0,844 krónur um miðjan júlímánuð eftir miklar lækkanir í ár

Hlutabréfaverð Play hækkaði um 4,1% í 8 milljóna veltu og stóð í 1,77 krónum á hlut við lokun Kauphallarinnar. Dagslokagengi Play náði sínu lægsta stigi í gær og á miðvikudaginn í 1,70 krónum á hlut.

Auk flugfélaganna þá hækkaði gengi hlutabréfa Haga, Heima og Marels um meira en eitt prósent í dag.

Gengi Hampiðjunnar lækkaði um 2,2%, mest af félögum Kauphallarinnar, í 78 milljóna veltu og stendur nú í 114 krónum á hlut. Hlutabréfaverð félagsins hefur nú lækkað um 10,9% frá birtingu uppgjörs í síðustu viku. Dagslokagengi Hampiðjunnar var síðast lægra í janúar 2023.