Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,4% í 2,6 milljarða króna veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag.

Icelandair hækkaði mest af félögum aðalmarkaðarins eða um 2,05% en þó aðeins í 21 milljónar króna viðskiptum. Gengi Icelandair stendur nú í 0,89 krónum á hlut og hefur hækkað um 6% í vikunni en er engu að síður 33% lægra en í upphafi árs.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,4% í 2,6 milljarða króna veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag.

Icelandair hækkaði mest af félögum aðalmarkaðarins eða um 2,05% en þó aðeins í 21 milljónar króna viðskiptum. Gengi Icelandair stendur nú í 0,89 krónum á hlut og hefur hækkað um 6% í vikunni en er engu að síður 33% lægra en í upphafi árs.

Flugfélagið birti í gær uppfjör fyrir annan ársfjórðung í gærkvöldi. Hagnaður félagsins á öðrum fjórðungi lækkaði úr 13,6 milljónum dala í 622 þúsund dali frá sama tímabili í fyrra. Þá lækkuðu tekjur félagsins á fjórðungnum um 1% milli ára.

Hlutabréf Sjóvár, sem birti einnig uppgjör eftir lokun markaða í gær, hækkuðu um 1,3% í yfir 400 milljóna króna veltu. Sjóvá tapaði 434 milljónum króna á öðrum fjórðungi samanborið við 69 milljóna tap á sama tíma­bili í fyrra.