EBIT- af­koma Icelandair á öðrum árs­fjórðungi nam 3,3 milljónum dala eða um 457 milljónum króna og var hagnaður eftir skatta 86 milljónir króna.

Um er að ræða tölu­vert betri af­komu milli fjórðunga en Icelandair tapaði yfir 8 milljörðum króna eftir skatta á fyrsta fjórðungi á sama tíma og heildar­tekjur fé­lagsins höfðu aldrei verið meiri.

Af­koman er þó tölu­vert verri í saman­burði við annan árs­fjórðung í fyrra er flug­fé­lagið hagnaðist um 14,7 milljónir dala eða tvo milljarða króna.

EBIT- af­koma Icelandair á öðrum árs­fjórðungi nam 3,3 milljónum dala eða um 457 milljónum króna og var hagnaður eftir skatta 86 milljónir króna.

Um er að ræða tölu­vert betri af­komu milli fjórðunga en Icelandair tapaði yfir 8 milljörðum króna eftir skatta á fyrsta fjórðungi á sama tíma og heildar­tekjur fé­lagsins höfðu aldrei verið meiri.

Af­koman er þó tölu­vert verri í saman­burði við annan árs­fjórðung í fyrra er flug­fé­lagið hagnaðist um 14,7 milljónir dala eða tvo milljarða króna.

Í árs­hluta­upp­gjöri fyrir annan árs­fjórðung 2024 kemur fram að fé­lagið á­ætlar að hag­ræðingar­að­gerðir í maí og júní muni skila um 1,4 milljarða króna, 10 milljóna dala, sparnaði á árs­grund­velli.

Um 8% fram­boðs­aukning var fé­laginu á fjórðungnum en flota­endur­nýjun, kostnaðar­að­hald og aukin skil­virkni í rekstri höfðu á­hrif til lækkunar á eininga­kostnaði.

Já­kvæður við­snúningur var í frakt­starf­semi fé­lagsins sem nam 482 milljónum króna eða um 3,4 milljónum dala.

„Flug­reksturinn gengur vel, stund­vísi hefur verið fram­úr­skarandi fimm mánuði í röð og vorum við út­nefnd stund­vísasta flug­fé­lag í Evrópu í júní. Það er mjög á­nægju­legt að sjá að á­hersla á aukna skil­virkni í rekstrinum er þegar farin að skila sér og endur­speglast í lækkun eininga­kostnaðar á öðrum árs­fjórðungi, þrátt fyrir háa verð­bólgu og kostnaðar­hækkanir. Við höfum jafn­framt náð góðum árangri í að bæta af­komu af frakt­starf­seminni og leigu­flug­starf­semi okkar heldur á­fram að ganga vel sem og innan­lands­flugið. Þessi árangur er að þakka sam­hentu á­taki starfs­fólks á öllum sviðum fé­lagsins,” segir Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelandair, í upp­gjörinu.

Lausa­fjár­staða flug­fé­lagsins er sterk og nam 64,8 milljörðum króna í lok fjórðungsins. Lausa­fjár­staða fé­lagsins er næstum tvö­falt meiri en markaðs­virði fé­lagsins sem nam 36 milljörðum við lok markaðar í dag.

„Eftir­spurn á ferða­manna­markaðnum til Ís­lands er ekki eins sterk og á síðasta ári en okkur hefur gengið mjög vel að nýta sveigjan­leika leiða­kerfisins og halda sæta­nýtingu á á­sættan­legum stað með því að setja meiri á­herslu á markaðinn yfir At­lants­hafið. Breytt sam­setning far­þega hafði hins vegar á­hrif á meðal­far­gjöld og þar með eininga­tekjur á öðrum árs­fjórðungi. Eftir mikið upp­byggingar­tíma­bil eftir Co­vid sem lauk á síðasta ári hefur á­hersla okkar á þessu ári verið á að­gerðir til að ná fram aukinni skil­virkni í rekstrinum. Fjöl­mörg hag­ræðingar­verk­efni eru í vinnslu sem sum hver hafa þegar skilað árangri og gerum við ráð fyrir að sjá enn frekari árangur til lengri tíma. Við höldum jafn­framt á­fram að styrkja tekju­myndun hjá okkur og nýtum fjöl­breytta tekju­strauma til þess. Við höfum meðal annars styrkt tekju­grunn fé­lagsins með sam­starfs­samningum við tvö flug­fé­lög á árinu – Emira­tes og TAP í Portúgal – en tekjur í gegnum slíkt sam­starf nema í dag ríf­lega 10% af heildar­tekjum fé­lagsins,” segir Bogi í upp­gjörinu.

Bogi segir fé­lagið sjá mikil tæki­færi á næstu misserum og nefnir þar stækkun leiða­kerfisins með nýjum, lang­drægari flug­vélum sem verða grunnurinn að á­fram­haldandi þróun Ís­lands sem ferða­manna­lands og tengi­mið­stöðvar milli Evrópu og Norður-Ameríku.

„Þrátt fyrir tíma­bundnar sveiflur á milli ára hef ég fulla trú á tæki­færum Ís­lands sem á­fanga­staðar og ekki síður því tengi­módeli sem við höfum byggt hér upp síðustu ára­tugi. Markaðurinn til Ís­lands er þegar farinn að sýna já­kvæð merki og við teljum að hann muni jafna sig á næstu misserum ef haldið er rétt á spilunum. Rekstrar­á­herslur okkar munu gera okkur sam­keppnis­hæfari, af­kasta­meiri og skil­virkari, sem til við­bótar verður sam­keppnis­hæfari, af­kasta­meiri og skil­virkari, sem til við­bótar við mjög sterka lausa­fjár­stöðu gerir okkur vel í stakk búin til að takast á við þau verk­efni sem fram undan eru og ná árangri til fram­tíðar.“