Íslenski drykkjarvöruframleiðandinn Icelandic Glacial vinnur að þróun drykkjar sem inniheldur kannabídíól (CBD), sem er eitt af virku efnunum í kannabisplöntunni. Icelandic Glacial skrifaði undir þriggja ára samstarfssamning þess efnis við bandaríska fyrirtækið Youngevity International í byrjun ársins. Samningurinn felur í sér þróun ýmissa heilsutengdra vara, þar sem sérstök áhersla verður lögð á að þróa drykk sem inniheldur CBD. „Við erum að þróa verkefni með þeim þar sem við verðum komin með kannabisvatn eða CBD-vatn með lækningamætti,“ segir Jón Ólafsson, stjórnarformaður og stofnandi Icelandic Glacial.

Vímulaus drykkur

„CBD er sá hluti jurtarinnar sem gefur enga vímu heldur einfaldlega hjálpar fólki við ýmsa kvilla og verki,“ útskýrir Jón. Hann segir að CBD olía sé seld yfir búðarborðið í nær öllum löndum Evrópu þó Ísland sé ekki þar á meðal. „Þegar olían er komin í vatn þá er þetta matvara og þá fellur hún undir matvælaeftirlit í hverju landi,“ segir hann. „Það eru margar svona vörur þegar komnar á markað í Ameríku.“ Stefnt er að því að selja drykkinn víða um heim. „Við hugsum á heimsvísu í öllu sem við gerum. Þannig að um leið og það fæst leyfi í einhverju landi þá fer varan þar inn,“ segir Jón.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .

Íslenski drykkjarvöruframleiðandinn Icelandic Glacial vinnur að þróun drykkjar sem inniheldur kannabídíól (CBD), sem er eitt af virku efnunum í kannabisplöntunni. Icelandic Glacial skrifaði undir þriggja ára samstarfssamning þess efnis við bandaríska fyrirtækið Youngevity International í byrjun ársins. Samningurinn felur í sér þróun ýmissa heilsutengdra vara, þar sem sérstök áhersla verður lögð á að þróa drykk sem inniheldur CBD. „Við erum að þróa verkefni með þeim þar sem við verðum komin með kannabisvatn eða CBD-vatn með lækningamætti,“ segir Jón Ólafsson, stjórnarformaður og stofnandi Icelandic Glacial.

Vímulaus drykkur

„CBD er sá hluti jurtarinnar sem gefur enga vímu heldur einfaldlega hjálpar fólki við ýmsa kvilla og verki,“ útskýrir Jón. Hann segir að CBD olía sé seld yfir búðarborðið í nær öllum löndum Evrópu þó Ísland sé ekki þar á meðal. „Þegar olían er komin í vatn þá er þetta matvara og þá fellur hún undir matvælaeftirlit í hverju landi,“ segir hann. „Það eru margar svona vörur þegar komnar á markað í Ameríku.“ Stefnt er að því að selja drykkinn víða um heim. „Við hugsum á heimsvísu í öllu sem við gerum. Þannig að um leið og það fæst leyfi í einhverju landi þá fer varan þar inn,“ segir Jón.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .