Vil­hjálmur Birgis­son, for­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, segir til skoðunar að krefja Hval hf. um bætur vegna tekju­taps sem starfs­menn verði fyrir vegna hval­veiði­banns mat­væla­ráð­herra.

Þetta kemur fram í Fiski­fréttum en líkt og kunnugt er bannaðiSvan­dís Svavars­dóttir mat­væla­ráð­herra veiðar á lang­reyðum í sumar.

„Við erum núna að undir­búa að stefna þessu máli fyrir Fé­lags­dóm til að reyna að kanna réttindi okkar fé­lags­manna gagn­vart þessari á­kvörðun,“ segir Vil­hjálmur. Ekki hafi verið tekin á­kvörðun um hvort stefnan muni beinast að Hvali hf. eða ríkinu.

„Það er hugsan­legt að við þyrftum að beina þessu að Hvali vegna þess að ráðningin er í gegn um Hval. Ef við vinnum málið þar þá liggur alveg fyrir að Hvalur er kominn með mál í hendurnar gagn­vart ríkinu vegna þess tjóns sem þeir verða fyrir vegna þess,“ segir Vil­hjálmur.

Spurður um hver krafan á hendur Hvali yrði, segir Vil­hjálmur að það veri miðað við meðal­tal frá ver­tíðinni í fyrra, hver laun starfs­manna voru á­samt þeim samnings­bundnu hækkunum sem hafa verið.

Hægt er að lesa við­tal Fiski­frétta við Vil­hjálm hér.