Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir til skoðunar að krefja Hval hf. um bætur vegna tekjutaps sem starfsmenn verði fyrir vegna hvalveiðibanns matvælaráðherra.
Þetta kemur fram í Fiskifréttum en líkt og kunnugt er bannaðiSvandís Svavarsdóttir matvælaráðherra veiðar á langreyðum í sumar.
„Við erum núna að undirbúa að stefna þessu máli fyrir Félagsdóm til að reyna að kanna réttindi okkar félagsmanna gagnvart þessari ákvörðun,“ segir Vilhjálmur. Ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort stefnan muni beinast að Hvali hf. eða ríkinu.
„Það er hugsanlegt að við þyrftum að beina þessu að Hvali vegna þess að ráðningin er í gegn um Hval. Ef við vinnum málið þar þá liggur alveg fyrir að Hvalur er kominn með mál í hendurnar gagnvart ríkinu vegna þess tjóns sem þeir verða fyrir vegna þess,“ segir Vilhjálmur.
Spurður um hver krafan á hendur Hvali yrði, segir Vilhjálmur að það veri miðað við meðaltal frá vertíðinni í fyrra, hver laun starfsmanna voru ásamt þeim samningsbundnu hækkunum sem hafa verið.
Hægt er að lesa viðtal Fiskifrétta við Vilhjálm hér.