Á rétt rúmu ári frá formlegri opnun hefur fjöldi viðskiptavina hjá Indó um það bil tífaldast – ríflega 5 þúsund manns höfðu þegar skráð sig og tekið þátt í prófunum – og telur nú um 50 þúsund manns, þótt ekki séu þeir allir virkir notendur.

Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri og annar stofnenda Indó, segir þó reglulega notendur telja tugi þúsunda og mánaðarlegur fjöldi einstakra færslna sé farinn að slaga hátt í milljón. Á þann mælikvarða er Indó nú kominn með um 10% markaðshlutdeild, og samanlögð innlán hjá sparisjóðnum nema ríflega 12 milljörðum.

Að sögn Hauks spöruðu viðskiptavinir Indó 347 milljónir króna í fyrra miðað við áætlaðan kostnað við sömu kortanotkun hjá bönkunum, þar af um 100 milljónir í færslugjöld og tæpar 250 í gjaldeyrisálag.

Á rétt rúmu ári frá formlegri opnun hefur fjöldi viðskiptavina hjá Indó um það bil tífaldast – ríflega 5 þúsund manns höfðu þegar skráð sig og tekið þátt í prófunum – og telur nú um 50 þúsund manns, þótt ekki séu þeir allir virkir notendur.

Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri og annar stofnenda Indó, segir þó reglulega notendur telja tugi þúsunda og mánaðarlegur fjöldi einstakra færslna sé farinn að slaga hátt í milljón. Á þann mælikvarða er Indó nú kominn með um 10% markaðshlutdeild, og samanlögð innlán hjá sparisjóðnum nema ríflega 12 milljörðum.

Að sögn Hauks spöruðu viðskiptavinir Indó 347 milljónir króna í fyrra miðað við áætlaðan kostnað við sömu kortanotkun hjá bönkunum, þar af um 100 milljónir í færslugjöld og tæpar 250 í gjaldeyrisálag.

„Það er bara alveg magnað. Að á ekki lengri tíma sé fólk farið að treysta okkur í þetta miklum mæli fyrir peningunum sínum, og að það geti farið út í búð og borgað með korti frá okkur og það virki, alltaf. Það er meira en að segja það að fólk taki þetta skref.“

Fólk nálgist bankaþjónustu almennt á allt annan hátt en flesta aðra þjónustu eða viðskipti og flestir skipti sjaldan ef nokkurntímann á ævinni um viðskiptabanka þar sem viðskiptasambandið snúist í grunninn fyrst og fremst um traust. Að fá fólk í viðskipti sé þannig mikil jafnvægislist þar sem til dæmis opnunarafslættir og önnur gylliboð sem tíðkast á ýmsum öðrum sviðum myndu duga skammt, og jafnvel þveröfugt.

„Ef fólk upplifir ekki að við tökum því sem við gerum alvarlega, þá treystir það okkur ekki fyrir peningunum sínum. Fólk gerir hinsvegar sterkan greinarmun á því og að við tökum sjálf okkur alvarlega,“ segir Haukur, sem jafnan mætir í hettupeysu í vinnuna og svarar oft sjálfur í símann. „Við erum sennilega leiðinlegasti banki í heimi fyrir bankafólk að vinna í.“

Nánar er rætt við Hauk í Viðskiptablaðinu sem kom út á miðvikudag.