Í kjölfar vaxtalækkunar Seðlabanka Íslands í dag hefur Indó sparisjóður ákveðið að lækka vexti á inn- og útlánum sínum.
Samkvæmt fréttatilkynningu frá sparisjóðnum munu vextir á debetreikningum, sparibaukum, yfirdrætti og færslusplitti lækka um það sem nemur lækkun Seðlabankans, eða um 0,5 prósentustig.
Vextir í indó eftir breytingar verða því:
- Á debetreikningum: 2,25%
- Á sparibaukum: 7,10%
- Á yfirdrætti í virkri endurgreiðslu: 13,00%
- Á yfirdrætti án virkrar endurgreiðslu: 15,00%
- Á færslusplitti: 15,00%
„Vaxtalækkun Indó endurspeglar því alfarið vaxtalækkun Seðlabankans í dag. Vaxtalækkun á debetreikningum tekur gildi frá og með 5. apríl í samræmi við ákvæði laga. Aðrar breytingar taka gildi í dag, þann 5. febrúar,” segir í fréttatilkynningu Indó.