Indó sparisjóður var metinn á 7,3 milljarða króna í árslok 2024 í ársreikningi fjárfestingarsjóðsins Iceland Venture Studios, sem Bala Kamallakharan fer fyrir.
Til samanburðar var Indó metinn á 5 milljarða króna í árslok 2023 í bókum Icelandic Venture Studio sem átti 4,9% hlut í sparisjóðnum um áramótin.
Í ársreikningi Iceland Venture Studio kemur fram að viðskiptaverð hlutabréfa þeirra félaga sem eru í eignasafni sjóðsins byggja á verði í síðustu hlutafjárútgáfu og/eða væntu útgáfuverði og beri að taka með fyrirvara sem nálgun á markaðsverð.
Indó fékk starfsleyfi frá Seðlabanka Íslands í febrúar 2022 og opnaði formlega á veltureikninga fyrir almenning í lok janúar 2023. Í kjölfarið opnaði indó á sparireikninga og hóf í fyrra innreið á útlánamarkað. Í dag eru viðskiptavinir indó um 60 þúsund talsins.
Stærstu hluthafar Indó í dag eru auk stofnendanna Tryggva Björns Davíðssonar og Hauks Skúlasonar fjárfestingafélög í eigu Einars Arnar Ólafssonar, Birgis Más Ragnarssonar og Andra Sveinssonar, Haraldar Inga Þorleifssonar, Jónasar Hagan Guðmundssonar og Edwards Mac Gillivray Schmidt, Guðmundar Fertram Sigurjónssonar og Aðalsteins Arnarsonar.
Verðmat RetinaRisk meira en tvöfaldast
Eignasafn Venture Studio samanstendur af eignarhlutum í tíu félögum. Eignasafnið var metið á tæplega 1,2 milljarða króna í lok síðasta árs samanborið við 924 milljónir ári áður.
Stærsta eign fjárfestingarsjóðsins er ofangreindur eignarhlutur í Indó. Þar á eftir fylgir 6,8% hlutur í indverska tæknifyrirtækinu Expectrons sem er metinn á 284 milljónir. Umrætt félag hjálpar fólki að stýra starfsferli sínum með aðstoð gervigreindar.
Athygli vekur að áætlað markaðsverð Risk ehf., sem þróar áhættureikninn RetinaRisk sem reiknar út hvaða sykursýkisjúklingar eiga í hættu á sjónskerðingu, meira en tvöfaldast á milli ára.
Iceland Venture Studio metur 19,1% hlut sinn í Risk á 244 milljónir króna, sem gefur til kynna að nýsköpunarfyrirtækið sé nú metið á tæplega 1,3% milljarða króna. Til samanburðar var eignarhlutur IVS í Risk metinn á 120 milljónir í árslok 2023.
Eignasafn Iceland Venture Studio í árslok 2024
Kostnaðarverð | |
51 | |
97 | |
70 | |
55 | |
62 | |
15 | |
13 | |
5 | |
15 | |
7 | |
389 |