Indriði H. Þorláksson, ráðgjafi í fjármálaráðuneytinu, hefur fengið greiddar tæplega 4,9 milljónir króna frá ráðuneytinu síðan í byrjun apríl 2010.
Þetta kemur fram í svari fjármálaráðuneytisins til Viðskiptablaðsins. Í þarsíðustu viku fjallaði Viðskiptablaðið um starfskjör Indriða hjá ráðuneytinu en eftir að hann lét af störfum sem aðstoðarmaður fjármálaráðherra í byrjun apríl 2010 hefur hann starfað sem ráðgjafi hjá ráðuneytinu. Nafn hans er þó ekki að finna á vef ráðuneytisins og staða hans var aldrei auglýst.
Eftir að hafa borist svar við fyrirspurn um starfskjör Indriða H. Þorlákssonar hjá fjármálaráðuneytinu sendi Viðskiptablaðið ráðuneytinu fleiri spurningar um starfssamning Indriða. Þar var meðal annars spurt um fjölda vinnustunda og greiðslur til hans.
Nánar er fjallað um launakjör Indriða í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.