Bændur á Indlandi segjast ætla að halda áfram mótmælagöngu sinni til höfuðborgarinnar Delí í vikunni eftir að hafa hafnað tillögu stjórnvalda um fimm ára samning. Bændur þar í landi byrjuðu að mótmæla í síðustu viku.

Hlé var hins vegar gert á kröfugöngunni og fóru bændur og stjórnvöld í samningsviðræður. Í gærkvöldi sögðu svo talsmenn bænda að tilboð stjórnvalda væri ekki í þeirra þágu.

Ríkisstjórnin hafði lagt til að kaupa belgjurtir, maís og bómull á tryggðu lágmarksverði í gegnum samvinnufélög næstu fimm árin. Bændur krefjast hins vegar lágmarksverð á allar þær 23 afurðir sem ræktaðar eru.

Bændur á Indlandi segjast ætla að halda áfram mótmælagöngu sinni til höfuðborgarinnar Delí í vikunni eftir að hafa hafnað tillögu stjórnvalda um fimm ára samning. Bændur þar í landi byrjuðu að mótmæla í síðustu viku.

Hlé var hins vegar gert á kröfugöngunni og fóru bændur og stjórnvöld í samningsviðræður. Í gærkvöldi sögðu svo talsmenn bænda að tilboð stjórnvalda væri ekki í þeirra þágu.

Ríkisstjórnin hafði lagt til að kaupa belgjurtir, maís og bómull á tryggðu lágmarksverði í gegnum samvinnufélög næstu fimm árin. Bændur krefjast hins vegar lágmarksverð á allar þær 23 afurðir sem ræktaðar eru.

„Við biðlum til ríkisstjórnarinnar að annað hvort leysa okkar mál eða fjarlægja hindranir og leyfa okkur að halda áfram að ganga til Delí til að mótmæla friðsamlega,“ segir Jagjit Singh Dallewal, leiðtogi stéttarfélags bænda.

Bændur á Indlandi eru áhrifamikill hópur þegar kemur að kosningum og segja sérfræðingar að það væri ekki ríkisstjórn Narendra Modi í hag að reita þá til reiði, sérstaklega á meðan Bharitaya Janata (BJP)-flokkur hans sækist eftir þriðja kjörtímabili sínu á þessu ári.