Hollenski bankinn ING mun hætta að fjármagna viðskiptavini sem þeir telja að séu ekki að vinna í að draga úr kolefnisspori sínu.
Steven van Rijswijk, forstjóri ING, segir bankann hafa nú þegar gert stórum viðskiptavinum sínum viðvart um að þeir séu að íhuga að skerða fjármögnun þeirra sjái þeir ekki úrbætur.
Samkvæmt Financial Times sýnir útspilið með skýrum hætti þá gjá sem er að myndast milli evrópskra og bandarískra banka.
Hollenski bankinn ING mun hætta að fjármagna viðskiptavini sem þeir telja að séu ekki að vinna í að draga úr kolefnisspori sínu.
Steven van Rijswijk, forstjóri ING, segir bankann hafa nú þegar gert stórum viðskiptavinum sínum viðvart um að þeir séu að íhuga að skerða fjármögnun þeirra sjái þeir ekki úrbætur.
Samkvæmt Financial Times sýnir útspilið með skýrum hætti þá gjá sem er að myndast milli evrópskra og bandarískra banka.
Í Bandaríkjunum hafa bankar eins og Bank of America dregið úr þeim skorðum sem settar voru um græna fjármögnun fyrir einhverjum árum. Bandarískir bankar hafa einnig dregið úr almannatengslum í kringum græn verkefni til að draga úr bakslagi frá almenningi.
Van Rijswijk sagði í gær að ING hefði tilkynnt um 2000 af sínum stærstu viðskiptavinum að bankinn væri byrjaður að taka saman opinber gögn um kolefnisspor þeirra og greina.
Fyrirtækin hafa til ársins 2026 til að sýna fram á árangur í umhverfismálum.
„Markmiðið okkar er að berjast við loftlagsbreytingar fremur en að kveðja þessa viðskiptavini,“ sagði van Rijswijk. „En ef þeir vilja ekki draga úr kolefnisspori sínu þá þýðir það að við munum segja bless.“