Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrum formaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir Vinstri græna harðlega nú í kvöld í færslu á Facebook.

Ingibjörg segir að hún geti ekki orða bundist. Hún segir að í heil sjö ár hafi VG látið sér vel líka að sitja í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og staðið fyrir pólitískri stefnu sem var hvorki græn né til vinstri.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrum formaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir Vinstri græna harðlega nú í kvöld í færslu á Facebook.

Ingibjörg segir að hún geti ekki orða bundist. Hún segir að í heil sjö ár hafi VG látið sér vel líka að sitja í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og staðið fyrir pólitískri stefnu sem var hvorki græn né til vinstri.

Nú þegar stjórnin sé að fara frá hafi VG fyllst heilögum anda og vilji alls ekki starfa með Sjálfstæðisflokknum í starfsstjórn í sex vikur.

Ingibjörg Sólrún segir að Í þessu endurspeglist skýrar en oft áður að hjá VG er ímyndin allt en inntakið aukaatriði.

Hér má lesa færslu Ingibjargar í heild sinni.

Nú get ég ekki lengur orða bundist þegar kemur að VG og pólitísku erindi þeirra. Í heil 7 ár hafa þau látið sér vel líka að sitja í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og staðið fyrir pólitískri stefnu sem var hvorki græn né til vinstri.

Nú er stjórnin í andarslitrunum og þá fyllast þau heilögum anda og vilja alls ekki starfa með Sjálfstæðisflokknum í starfsstjórn í 6 vikur! Hvernig á maður að skilja þetta?

Í þessu endurspeglast skýrar en oft áður að hjá VG er ímyndin allt en inntakið aukaatriði.