Það verður ekki annað sagt en að það hafi verið rólegt á íslenska hlutabréfamarkaðnum í dag. Heildarvelta á markaðnum var undir 500 milljónir króna en til samanburðar var dagleg velta að meðaltali um 3,2 milljarðar í júní.
Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,1% og stendur nú í 2.670 stigum, um 21% lægra en í upphafi árs. Hagar hækkuðu mest í dag eða um 1,1% í 56 milljóna veltu. Þá hækkaði gengi Marels einnig um 0,8% í 83 milljóna veltu og stendur nú í 608 krónum á hlut.
Hlutabréfaverð Icelandair, sem tilkynnti í morgun um skammtímaleigu á Boeing 767-300 breiðþotu, lækkaði um eitt prósent í 40 milljóna veltu og stendur nú í 1,43 krónum á hlut. Gengi Íslandsbanka féll einnig um 0,8% og er nú í 118 krónum.