Fjár­festar eru að dæla peningum inn í kaup­hallar­sjóði í virkri stýringu í ár en sam­kvæmt Financial Times stefnir í að inn­flæði fari yfir eina billjón dala (e. trillion) í ár.

Inn­flæði í blandaða kaup­hallar­sjóði í virkri stýringu, sem gæti verið sam­setning af hluta­bréfum, fast­eignum, gulli og svo fram­vegis, nam 7 milljörðum dala í júní­mánuði og stendur inn­flæðið í 41 milljarði dala á fyrri helmingi árs.

Inn­flæði í sjóðina fyrir árið í heild nam 33 milljörðum dala og var það met, sam­kvæmt gögnum frá Sta­te Street en FT greinir frá.

Fjár­festar eru að dæla peningum inn í kaup­hallar­sjóði í virkri stýringu í ár en sam­kvæmt Financial Times stefnir í að inn­flæði fari yfir eina billjón dala (e. trillion) í ár.

Inn­flæði í blandaða kaup­hallar­sjóði í virkri stýringu, sem gæti verið sam­setning af hluta­bréfum, fast­eignum, gulli og svo fram­vegis, nam 7 milljörðum dala í júní­mánuði og stendur inn­flæðið í 41 milljarði dala á fyrri helmingi árs.

Inn­flæði í sjóðina fyrir árið í heild nam 33 milljörðum dala og var það met, sam­kvæmt gögnum frá Sta­te Street en FT greinir frá.

Hingað til hefur banda­rískur al­menningur sótt meira í vísi­tölu­sjóði en eigna­stýringa­fyrir­tækin SSGA, Vangu­ard og BlackRock hafa unnið hart að því að auka vin­sældir slíkra sjóða.

Kaup­hallar­sjóðir í virkri stýringu sem fjár­festa í hand­völdum hluta­bréfum hafa hins vegar verið að sækja í sig veðrið og auka markaðs­hlut­deild sína á 9 billjóna kaup­hallar­sjóða markaðinum í Banda­ríkjunum.

„Ég held að skrið­þunginn muni aukast,“ segir Matt Bar­tolini yfir­maður greiningar­deildar SSGA í sam­tali við FT.

Sam­kvæmt FT má rekja aukninguna til þess að al­menningur, sér í lagi yngri fjár­festar, eru hrifnari af hluta­bréfa­sjóðum í virkri stýringu.

Þá á­kvað verð­bréfa­eftir­lit Banda­ríkjanna að liðka fyrir reglum um stofnun slíkra sjóða árið 2019 og hefur þeim fjölgað í kjöl­farið.