Landsframleiðsla dróst saman um 4% að raungildi á fyrsta ársfjórðungi 2024 og leiðandi hagvísar greiningarfyrirtækisins Analytica héldu áfram að lækka í apríl. Þar af leiðandi hefur því verið velt upp hvort samdráttarskeið gæti verið í kortunum en Hafsteinn Hauksson, aðalhagfræðingur Kviku banka, bendir þó á að þessi mikli samdráttur á fyrsta ársfjórðungi gefi skakka mynd af undirliggjandi þrótti hagkerfisins á fjórðungnum.

Landsframleiðsla dróst saman um 4% að raungildi á fyrsta ársfjórðungi 2024 og leiðandi hagvísar greiningarfyrirtækisins Analytica héldu áfram að lækka í apríl. Þar af leiðandi hefur því verið velt upp hvort samdráttarskeið gæti verið í kortunum en Hafsteinn Hauksson, aðalhagfræðingur Kviku banka, bendir þó á að þessi mikli samdráttur á fyrsta ársfjórðungi gefi skakka mynd af undirliggjandi þrótti hagkerfisins á fjórðungnum.

„Um 3,5% af 4,0% samdrætti má rekja til birgðabreytinga. Í fyrra leiddi góð loðnuvertíð til þess að sjávarútvegurinn framleiddi mikið af loðnuafurðum í birgðir á fyrsta fjórðungi ársins, sem síðan voru fluttar út þegar leið á árið. Vegna loðnubrests í ár var þessi birgðaaukning ekki endurtekin, sem kemur þá samstundis niður á hagvexti á fjórðungnum. Verri birgðastaða bendir til þess að útflutningur sjávarafurða verði veikari yfir árið í heild, en hin mikla sveifla í birgðabreytingum gefur skekkta mynd af hagvexti á fjórðungnum, þar sem hún felur í raun í sér að útflutningstap heils árs sé fært til bókar á stökum fjórðungi. Auk þess eru allar líkur á að við fáum öfug jákvæð áhrif á hagvöxt úr birgðabreytingaliðnum næstu fjórðunga á eftir, þar sem samdráttur í birgðum á öðrum fjórðungi síðasta árs endurtekur sig líklega ekki með sama krafti á öðrum fjórðungi þessa árs fyrir vikið.“

Sé litið á þá undirliði sem gefi besta mynd af eftirspurnarþrýstingi og aðhaldi vaxtastefnunnar í hagkerfinu sé myndin öllu skárri.

„Einkaneysla, atvinnuvegafjárfesting og innflutningur sýndu tiltölulega veikan vöxt, án þess þó að fara fram af hengiflugi í mikinn samdrátt. Það kom sérstaklega á óvart að sjá seigluna í einkaneyslu eftir samdrátt síðustu fjórðunga, sérstaklega því hátíðnivísbendingar á borð við kortaveltu höfðu verið mjög linar á fjórðungnum og einkaneysluspá Seðlabankans hljóðaði upp á 1,6% samdrátt.“

Segja megi að innlend eftirspurn hafi mælst í hálfgerðum Gullbrár-gildum nú þegar Seðlabankinn sé að reyna að stýra hagkerfinu í mjúka lendingu – ekki of heit og ekki of köld

„Mér finnst þessar tölur því ekki endilega vera ávísun á samdrátt á árinu í heild, en það bendir hins vegar allt til þess að hagvöxtur sé vissulega að hægja verulega á sér og næsta víst að hann verði mun minni í ár en árin á undan, jafnvel innan við 1%. Eftir sem áður eru veikleikamerki í ferðaþjónustu einn helsti áhættuþátturinn fyrir hagvaxtarhorfurnar.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast fréttina í heild hér.