Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Menningar- og viðskiptaráðherra, ítrekar mikilvægi þess að koma á fót innlendri greiðslumiðlun að danskri fyrirmynd. Í samtali við Viðskiptablaðið segir hún að slík greiðslumiðlun gæti sparað íslenska hagkerfið um 10 milljarða króna á hverju ári.

Nýútkomin skýrsla um gjaldtöku og arðsemi bankanna var rædd í morgun á málþingi sem haldin var af ASÍ, BSRB, BHM og Neytendasamtökunum.

Farið var sérstaklega yfir stöðu neytenda á íslenskum fjármálamarkaði og var Ísland borið saman við nágrannalöndin þegar kæmi að gegnsæi, samkeppni og aðhaldi.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Menningar- og viðskiptaráðherra, ítrekar mikilvægi þess að koma á fót innlendri greiðslumiðlun að danskri fyrirmynd. Í samtali við Viðskiptablaðið segir hún að slík greiðslumiðlun gæti sparað íslenska hagkerfið um 10 milljarða króna á hverju ári.

Nýútkomin skýrsla um gjaldtöku og arðsemi bankanna var rædd í morgun á málþingi sem haldin var af ASÍ, BSRB, BHM og Neytendasamtökunum.

Farið var sérstaklega yfir stöðu neytenda á íslenskum fjármálamarkaði og var Ísland borið saman við nágrannalöndin þegar kæmi að gegnsæi, samkeppni og aðhaldi.

„Það hefur verið mikil hagræðing innan íslenska fjármálakerfisins, sem er jákvætt. En þessi hagræðing hefur ekki skilað sér í minni vaxtamun. Það myndi telja eðlilegt að þessi hagræðing ætti skili sér betur til neytenda,“ segir Lilja.

Að sama skapi segir ráðherra að það sé gríðarlega mikið gengisálag á kreditkortafærslur sem nemi í kringum 6,6 milljörðum króna hjá viðskiptavinum íslenska bankakerfisins. Samstaða hafi ríkt á málþingi þess efnis að auka þyrfti gegnsæi í því aukna álagi sem kæmi á gengið í þeim kortaviðskiptum.

„Í fjármálahruninu hefðum við getað lent í því að það hefði lokast á allt saman“

„Það var einnig samstaða um það að þurfi að gera innlenda greiðslumiðlun að danskri fyrirmynd og skýrsla þess efnis áætlar að það geti sparað hagkerfinu um 10 milljarða á ári. Nú er frumvarp hjá forsætisráðherra þess efnis og það er bara mjög brýnt að við séum farin að taka á því sem skýrslan er að leggja til.“

Í hvert skipti sem Íslendingar greiða fyrir vöru eða þjónustu með debetkorti fer greiðslan í gegnum erlenda greiðslumiðlun hjá Visa eða Mastercard. Auk þess taka íslensku viðskiptabankarnir þóknun og hefur það í för með sér aukinn kostnað fyrir neytendur.

Lilja segir einnig að innlend greiðslumiðlun myndi auka þjóðaröryggi og tekur bankahrunið 2008 sem dæmi. „Í fjármálahruninu hefðum við getað lent í því að það hefði lokast á allt saman og þar að auki var eitt sambandsríki sem setti á okkur hryðjuverkalög, þannig það er brýnt að hafa greiðslumiðlun innlenda.“