Íslandsbankasalan

Sala á 22,5% hlut ríkissjóðs í Íslandsbanka, sem fram fór í lok mars, með svokölluðu tilboðsfyrirkomulagi, var mikið til umræðu á árinu. Sitt sýndist hverjum um söluna og fór það svo að Ríkisendurskoðun var falið að gera stjórnsýsluúttekt á því hvort salan hafi samrýmst lögum og góðum stjórnsýsluháttum. Þá hefur fjármálaeftirlit Seðlabankans til rannsóknar á tilteknum þáttum tengdum sölunni. Eftir ítrekaðar frestanir skilaði Ríkisendurskoðun loks úttektinni til Alþingis í nóvember. Í úttektinni gagnrýnir Ríkisendurskoðun eitt og annað tengt sölunni en dregur þó ekki í efa að fjárhagsleg niðurstaða söluferlisins hafi verið ríkissjóði almennt hagfelld.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði