Fjár­mála­eftir­litið í Bret­landi hefur sektað Citi Group Global Markets, dóttur­fé­lag Citi Group, vegna mis­taka starfs­manna sem og kerfis­villu sem leiddi til þess að verð­bréf fyrir 1,4 milljarða Banda­ríkja­dala voru seld fyrir mis­tök.

The Wall Street Journal greinir frá úr­skurði eftir­litsins en um er að ræða inn­sláttar­villu hjá starfs­manni dóttur­fé­lagsins er hann setti verð­bréfa­safn sem er metið á 444 milljarða Banda­ríkja­dali á sölu í stað verð­bréfa­safns sem er metið á 58 milljónir Banda­ríkja­dali.

Innra eftir­lit banka­sam­stæðunnar náði að stöðva hluta sölunnar en verð­bréf fyrir 189 milljarða fóru í sölu­ferli hjá bankanum og kom al­grím for­ritsins þó­nokkrum eignum í sölu yfir daginn.

Verð­bréf fyrir 1,4 milljarða eða 193 milljarða ís­lenskra króna voru seld á evrópskum mörkuðum áður en ferlið var stöðvað, segir í úr­skurði breska fjár­mála­eftir­litsins.

Þrátt fyrir að starfsmaðurinn hafi gert mistök segir eftirltið að eftirlitskerfi hjá Citi hafi verið gallað þar sem starfsmaður gat komið sér framhjá öllum viðvörunargluggam með því einfaldlega að smella á „samþykkja.“

Að mati eftir­litsins hafði hið gríðar­lega fram­boð nei­kvæð á­hrif á markaðinn og lækkuðu hluta­bréfa­vísi­tölur víða um Evrópu vegna mis­takanna. Milljarða punda kaup­til­boð sem voru lögð inn en síðan hafnað höfðu einnig af­leidd á­hrif á markaði.

Citigroup Global Markets var sektað um 61,6 milljón pund af eftir­litinu, sem sam­svarar um 11 milljörðum ís­lenskra króna á gengi dagsins.

Í yfirlýsingu frá bankasamstæðunni segir að allt ferlið, frá því verðbréfasafnið var sett á sölu og þangað til salan var stöðvuð, hafi tekið örfáar mínútur.