Bandaríski örflöguframleiðandinn Intel hefur sagt upp meira en 15 þúsund starfsmönnum í hagræðingarskyni. Hlutabréf fyrirtækisins lækkuðu um 20% eftir tilkynninguna en Intel greindi einnig frá minni sölu í uppgjöri sínu.

Fregnirnar höfðu einnig áhrif á önnur hlutabréf, meðal annarra tæknifyrirtækja, og varð mikil lækkun á hlutabréfamörkuðum í Asíu.

Bandaríski örflöguframleiðandinn Intel hefur sagt upp meira en 15 þúsund starfsmönnum í hagræðingarskyni. Hlutabréf fyrirtækisins lækkuðu um 20% eftir tilkynninguna en Intel greindi einnig frá minni sölu í uppgjöri sínu.

Fregnirnar höfðu einnig áhrif á önnur hlutabréf, meðal annarra tæknifyrirtækja, og varð mikil lækkun á hlutabréfamörkuðum í Asíu.

Japanska Nikkei-vísitalan lækkaði um 5,8% en vísitalan hefur ekki lækkað jafn mikið síðan í mars 2020 við upphaf heimsfaraldurs. Nikkei-vísitalan endaði daginn í 35.909 stigum sem er næstmesta punktalækkun í sögu vísitölunnar.

Intel hefur átt í erfiðleikum undanfarin misseri við samkeppni frá fyrirtækjum eins og Nvidia. Sala fyrirtækisins minnkaði til að mynda um 1% milli ára á öðrum ársfjórðungi þessa árs og varar við því að seinni helmingur ársins verði mun verri.

„Tekjur okkar hafa ekki vaxið eins og búist var við og við höfum enn ekki notið góðs af öflugri þróun gervigreindartækni,“ skrifaði Pat Gelsinger, forstjóri Intel, í minnisblaði til starfsmanna.