Framleiðsla á iPhone símum gæti dregist saman um allt að 30% í einni stærstu verksmiðju heims vegna strangra samkomutakmarkana í Kína, samkvæmt heimildarmanni Reuters.

Framleiðandinn Hon Hai Precision Industry, betur þekktur sem Foxconn, vinnur nú að því að auka framleiðslu í annarri verksmiðju í boginni Shenzhen til að vinna upp framleiðslutapið.

Um 200 þúsund manns starfa í aðalverksmiðju Foxconn í borginni Zhengzou. Starfsmenn voru skipaðir í sóttkví í verksmiðjunni en fjölmargir þeirra hafa flúið verksmiðjuna.

Samkvæmt tölfræði stjórnvalda greindust 167 Covid-smit í Zhengzou 23.-29. september, samanborið við 97 smit vikuna þar á undan.