IS Haf fjár­festingar undir­rituðu í gær fjár­festinga­samning við Thor Land­eldi ehf., en síðar­nefnda fé­lagið á­formar upp­byggingu á 20.000 tonna lax­eldi í Þor­láks­höfn.

Um er að ræða þátt­töku sjóðsins í hluta­fjár­aukningu, sem færir sjóðnum 53% hlut í fé­laginu.

Sam­kvæmt til­kynningu Arcti­ca Finance, ráð­gjafa seljanda, munu norsku fjár­festarnir Frank Yri að­stoðar­fram­kvæmda­stjóri Sea­born og Alex Vass­botten, sem m. a. er stjórnar­for­maður Sea­born, fjár­festa í fé­laginu.

Báðir hafa um­tals­verða reynslu úr lax­eldi og fjár­festinga­starf­semi tengdri lax­eldi en Sea­born er norskt sölu­fyrir­tæki á laxi.

„Fé­lagið hefur tryggt sér 20,3 hektara lóð við Laxa­braut 35-41 vestan við Þor­láks­höfn. Stað­setningin er afar heppi­leg fyrir eldi þar sem svæðið er auðugt af fersku vatni og jarð­sjó sem þarf til fram­leiðslu á laxi á landi,“ segir í til­kynningu Arcti­ca en nýtt hluta­fé í fé­laginu verður nýtt til að fjár­magna fyrsta á­fanga eldisins sem er upp­bygging á seiða­eldis­stöð.

„Verk­efnið er í um­hverfis­mats­ferli og gangi á­ætlanir eftir er gert ráð fyrir að tekið verði á móti fyrstu hrognum í seiða­eldis­stöðina haustið 2024,“ segir í til­kynningu Arcti­ca.

Brim, ÚR og lífeyrissjóðir stærstir í IS Haf

IS HAF fjár­festingar slhf. Sjóðurinn var stofnaður í árs­byrjun og er í rekstri Ís­lands­sjóða hf. Sjóðurinn er um 10 milljarðar að stærð og fjár­festir í haf­tengdri starf­semi, allt frá út­gerðum og fisk­eldi yfir í há­tækni, inn­viða­upp­byggingu, markaðs­setningu og sjávar­líf­tækni.

Brim, Út­gerðar­fé­lag Reykja­víkur og ís­lenskir líf­eyris­sjóðir eru kjöl­festu­fjár­festar í sjóðnum.

Með fjár­festingu IS Haf í Thor Land­eldi ehf. er hafin veg­ferð sem mun þjóna lykil­hlut­verki í upp­byggingu ný­legrar at­vinnu­greinar í miklum vexti,

„Hröð upp­bygging lax­eldis á Ís­landi krefst öflugrar að­komu fjár­festa við hlið aðila með reynslu úr greininni. Mikil þörf er á að styrkja inn­viði lax­eldis til að halda í við vöxtinn og er fram­leiðsla á seiðum grunn­for­senda fyrir far­sælum vexti bæði sjó­kvía­eldis og land­eldis. Með fjár­festingu IS Haf í Thor Land­eldi ehf. er hafin veg­ferð sem mun þjóna lykil­hlut­verki í upp­byggingu ný­legrar at­vinnu­greinar í miklum vexti,“ segir Krist­rún Auður Viðars­dóttir fram­kvæmda­stjóri IS Haf fjár­festinga í til­kynningu.

Fagna aðkomu IS Haf

„Fyrir­svars­menn Thor Land­eldi ehf. fagna að­komu ÍS Haf að upp­byggingu fé­lagsins, en með henni er brautin rudd fyrir metnaðar­full á­form fé­lagsins um upp­byggingu á stór­skala land­eldi á laxi. Land­eldi á lax­fiskum er einn náttúru­vænasti kosturinn til fram­leiðslu há­gæða­próteins sem völ er á í dag. Mikil reynsla er nú þegar komin hér­lendis á land­eldi og er því um að ræða mjög á­huga­verðan fjár­festingar­kost,“ segir Jónatan Þórðar­son, eldis­stjóri Thor Land­eldi.